Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ætla að sitja á upplýsingum um málin sem leiddu til stjórnarslita fram yfir kosningar

Dóms­mála­ráðu­neyt­ið fer með­vit­að á svig við ákvæði upp­lýs­ingalaga og mun ekki af­greiða 29 daga gamla upp­lýs­inga­beiðni um embætt­is­færsl­ur ráð­herra fyrr en eft­ir helgi.

Ætla að sitja á upplýsingum um málin sem leiddu til stjórnarslita fram yfir kosningar

Dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að fylgja ákvæðum upplýsingalaga við afgreiðslu á upplýsingabeiðni Stundarinnar um málsmeðferð og embættisfærslur ráðherra í málunum sem leiddu til þess að stjórnarsamstarfi var slitið í september. 

Þetta er ljóst af samskiptum Stundarinnar við upplýsingafulltrúa ráðuneytisins, Jóhannes Tómasson, sem sagði um eftirmiðdaginn í dag að ólíklegt væri að ráðuneytið myndi afgreiða beiðni blaðsins fyrir lok vinnudags. „Það verður þá ekki fyrr en eftir helgi,“ sagði Jóhannes. 

Aðspurður hvort ráðuneytið, þ.e. yfirstjórn þess, væri meðvitað um að lögbundinn frestur til að svara upplýsingabeiðninni hefði runnið út fyrr í vikunni játti Jóhannes því. Hann sagðist ekki geta gefið neinar ástæður fyrir því að beiðnin væri afgreidd með þessum hætti. 

Ákvæði um málshraða ekki fylgt

Frestur vegna afgreiðslu upplýsingabeiðni er 20 dagar samkvæmt 3. mgr. 17. gr. upplýsingalaga. Alls hafa 29 dagar, þar af 21 virkur dagar, liðið síðan Stundin sendi ráðuneytinu beiðni um aðgang að gögnum er snerta málsmeðferð og embættisfærslur ráðherra og samskipti milli ráðuneyta í tengslum við veitingu uppreistar æru og upplýsingagjöf þar um, einkum hvað varðar mál þeirra Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar. 

Beiðnin er birt í heild hér að neðan en hún er útbúin í samráði við lögfræðing. Farið er farið fram á aðgang að gögnum sem telja má ljóst að ráðuneytinu beri lagaleg skylda til að veita á grundvelli upplýsingalaga en jafnframt er óskað eftir því að 11. ákvæði upplýsingalaga, um aukinn aðgang, verði virkjað. Umrætt ákvæði felur í sér heimild heimild stjórnvalda til að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er.

Að því er fram kemur í 2. mgr. 17. gr. upplýsingalaga ber stjórnvaldi að skýra fyrirspyrjanda frá ástæðum tafa og hvenær ákvörðunar sé að vænta ef beiðni hefur ekki verið afgreidd innan sjö daga frá því að hún berst. Ráðuneytið hefur ekki fylgt þessari reglu í samskiptum við Stundina og ekki svarað þremur ítrekunarpóstum þar sem vísað var sérstaklega til umræddra lagaákvæða. 

Eftirfarandi upplýsingabeiðni var send starfandi ráðherra, ráðuneytisstjóra, upplýsingafulltrúa, ritara ráðherra og staðgengli upplýsingafulltrúa þann 29. september:

Stundin óskar eftir aðgangi að neðangreindum gögnum og upplýsingum á grundvelli 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í ljósi atburða og umræðu undanfarinna vikna vísar Stundin jafnframt til 11. gr. laganna um aukinn aðgang, þ.e. heimild stjórnvalda til að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en skylt er.  

1. Óskað er eftir minnisblaði dómsmálaráðuneytis til dómsmálaráðherra, með viðkvæmum persónuupplýsingum afmáðum ef þess þarf, þar sem mælt var með því að maður, sem fékk 18 mánaða fangelsisdóm fyrir brot gegn 1. og 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga, fengi uppreist æru. Spurt er hvenær umsóknin barst ráðuneytinu, hvenær mælt var með því við dómsmálaráðherra að skrifa undir tillögu um uppreist æru mannsins og hvenær ráðherra tók þá ákvörðun að skrifa ekki að svo stöddu undir tillöguna.

2. Óskað er eftir öllum málsgögnum er varða ákvörðun dómsmálaráðherra um að veita ekki fleiri einstaklingum uppreist æru og hefja endurskoðun á lagaákvæðum er varða uppreist æru sbr. 1. og 2. tl. 2. mgr. 5. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Sérstaklega er óskað upplýsinga um tímasetningu þess þegar ráðherra hóf vinnuna. Óskað er eftir tölvupóstum, minnisblöðum, dagbókarfærslum, fundargerðum eða öðrum gögnum sem staðfesta að ráðherra hafi sett vinnuna af stað, eða lagt drög að henni með einhverjum hætti, áður en umræða hófst um mál Roberts Downey þann 15. júní 2017. 

3. Óskað er eftir dagbókarfærslum, fundargerðum, minnisblöðum, tölvupóstum og öðrum sambærilegum gögnum er varða samskipti dómsmálaráðherra við forsætisráðherra þar sem forsætisráðherra var tilkynnt að faðir hans væri á meðal meðmælenda Hjalta Sigurjóns Haukssonar.

4. Óskað er eftir öllum tiltækum gögnum, dagbókarfærslum, fundargerðum, minnisblöðum, tölvupóstum eða öðru, um þá ákvörðun ráðuneytisins að birta engar upplýsingar um mál Roberts Downey og meðmælendur hans. 

5. Í 20. gr. laga nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands segir að ráðherra skuli leita álits ráðuneytis til að tryggja að ákvarðanir og athafnir hans samræmist lögum. Óskað er eftir öllum tiltækum gögnum um lögfræðilega ráðgjöf sem ráðherra kann að hafa fengið innan ráðuneytisins áður en ráðherra ákvað að hafa samband við forsætisráðherra þann 21. júlí og greina honum frá því að Benedikt Sveinsson væri einn af meðmælendum Hjalta Sigurjóns Haukssonar. 

6. Í ljósi umræðu um að samskiptin við forsætisráðherra þann 21. júlí hafi verið til komin vegna rannsóknarskyldu ráðherra er óskað eftir öllum tiltækum gögnum um þá athugun sem fram fór af hálfu ráðherra sjálfs, eða í ráðuneytinu almennt, á hugsanlegri aðkomu forsætisráðherra að veitingu uppreistar æru til Roberts Downey eða annarra. 

7. Óskað er eftir öllum tiltækum upplýsingum, með viðkvæmum persónuupplýsingum afmáðum ef þess þarf, um afgreiðslu ráðuneytisins á fyrirspurn Stundarinnar sem send var þann 6. september 2017 og ítrekuð margsinnis. Sérstaklega er óskað eftir afritum af tölvupóstum vegna málsins eða áframsendingum umrædds tölvupósts. Þá er óskað eftir upplýsingum um samskipti dómsmálaráðherra og/eða aðstoðarmanns hans við forsætisráðherra og/eða aðstoðarmanna hans vegna málsins, efni þeirra samskipta, hvenær samskiptin fóru fram og með hvaða hætti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár