Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gríðarleg óánægja með ráðherra ríkisstjórnarinnar

Alls eru 63,5 pró­sent kjós­enda óánægð­ir með frammi­stöðu Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra en að­eins 19,1 pró­sent eru ánægð­ir sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu. Fæst­ir eru ánægð­ir með frammi­stöðu Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar fjár­mála­ráð­herra.

Gríðarleg óánægja með ráðherra ríkisstjórnarinnar
Óánægja með frammistöðu ráðherra Samkvæmt könnun Maskínu eru flestir Íslendingar óánægðir með frammistöðu allra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Mynd: Stjórnarráðið

Fleiri Íslendingar eru óánægðir en ánægðir með frammistöðu allra ráðherra ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þrír ráðherrar skera sig úr hvað óánægju varðar, en á milli 63 prósent og 66 prósent eru óánægð með störf Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra, Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.

Þetta er á meðal niðurstaðna nýlegrar könnunar Maskínu og var birt í dag

Flestir eru ánægðir með störf Guðlaugs Þórs Þórðarssonar utanríkisráðherra, eða 27,3 prósent, og þá eru 25,9 prósent ánægðir með frammistöðu Bjartar Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra og 25,6 prósent með störf Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra. 

Almennt hefur ánægja með frammistöðu ráðherranna lækkað frá því í maí síðastliðnum, en stendur nánast í stað hjá Óttari, Jóni, Guðlaugi Þór og Þorsteini.

Konur eru óánægðari með frammistöðu Bjarna Benediktssonar en karlar, en eru ánægðari með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Þá eru Reykvíkingar ánægðari en aðrir með frammistöðu Bjartar Ólafsdóttur en óánægðari en aðrir með Sigríði Á. Andersen. Íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur eru ánægðari en aðrir með tvo ráðherra Sjálfstæðisflokksins, þá Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra. Íbúar annarra sveitarfélaga eru óánægðari en aðrir með tvo ráðherra Viðreisnar, þau Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Þorstein Víglundsson.

Þá eru þeir sem segjast myndu kjósa Pírata óánægðari en aðrir með störf Bjarna Benediktssonar og Sigríðar Á. Andersen. Þeir sem myndu kjósa Miðflokkinn eru hins vegar óánægðari en aðrir með störf Benedikts Jóhannessonar, Bjartar Ólafsdóttur og Óttars Proppé. Þegar litið er á ánægju með frammistöðu ráðherra meðal fylgjenda þeirra eigin flokka virðast Óttar Proppé heilbrigðisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hafa minnstan stuðning þeirra sem myndu kjósa flokka þeirra. Mest ánægja er hins vegar með störf Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra meðal þeirra sem segjast myndu kjósa flokka þeirra.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár