Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gríðarleg óánægja með ráðherra ríkisstjórnarinnar

Alls eru 63,5 pró­sent kjós­enda óánægð­ir með frammi­stöðu Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra en að­eins 19,1 pró­sent eru ánægð­ir sam­kvæmt nýrri könn­un Maskínu. Fæst­ir eru ánægð­ir með frammi­stöðu Bene­dikts Jó­hann­es­son­ar fjár­mála­ráð­herra.

Gríðarleg óánægja með ráðherra ríkisstjórnarinnar
Óánægja með frammistöðu ráðherra Samkvæmt könnun Maskínu eru flestir Íslendingar óánægðir með frammistöðu allra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Mynd: Stjórnarráðið

Fleiri Íslendingar eru óánægðir en ánægðir með frammistöðu allra ráðherra ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Þrír ráðherrar skera sig úr hvað óánægju varðar, en á milli 63 prósent og 66 prósent eru óánægð með störf Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra, Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.

Þetta er á meðal niðurstaðna nýlegrar könnunar Maskínu og var birt í dag

Flestir eru ánægðir með störf Guðlaugs Þórs Þórðarssonar utanríkisráðherra, eða 27,3 prósent, og þá eru 25,9 prósent ánægðir með frammistöðu Bjartar Ólafsdóttur umhverfis- og auðlindaráðherra og 25,6 prósent með störf Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra. 

Almennt hefur ánægja með frammistöðu ráðherranna lækkað frá því í maí síðastliðnum, en stendur nánast í stað hjá Óttari, Jóni, Guðlaugi Þór og Þorsteini.

Konur eru óánægðari með frammistöðu Bjarna Benediktssonar en karlar, en eru ánægðari með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Þá eru Reykvíkingar ánægðari en aðrir með frammistöðu Bjartar Ólafsdóttur en óánægðari en aðrir með Sigríði Á. Andersen. Íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur eru ánægðari en aðrir með tvo ráðherra Sjálfstæðisflokksins, þá Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Kristján Þór Júlíusson mennta- og menningarmálaráðherra. Íbúar annarra sveitarfélaga eru óánægðari en aðrir með tvo ráðherra Viðreisnar, þau Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Þorstein Víglundsson.

Þá eru þeir sem segjast myndu kjósa Pírata óánægðari en aðrir með störf Bjarna Benediktssonar og Sigríðar Á. Andersen. Þeir sem myndu kjósa Miðflokkinn eru hins vegar óánægðari en aðrir með störf Benedikts Jóhannessonar, Bjartar Ólafsdóttur og Óttars Proppé. Þegar litið er á ánægju með frammistöðu ráðherra meðal fylgjenda þeirra eigin flokka virðast Óttar Proppé heilbrigðisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hafa minnstan stuðning þeirra sem myndu kjósa flokka þeirra. Mest ánægja er hins vegar með störf Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra meðal þeirra sem segjast myndu kjósa flokka þeirra.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár