Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Afnám tekjutenginga kostnaðarsamt og gagnist verst stöddu lífeyrisþegum lítið

Stjórn­mála­flokk­arn­ir lofa all­ir ann­að hvort hækk­un frí­tekju­marks eða af­námi skerð­inga vegna at­vinnu­tekna eldri borg­ara. Hag­deild ASÍ bend­ir á að það gagn­ist að­eins þeim ell­efu pró­sent elli­líf­eyr­is­þega sem hafa at­vinnu­tekj­ur, en mis­muni öðr­um.

Afnám tekjutenginga kostnaðarsamt og gagnist verst stöddu lífeyrisþegum lítið
Út úr fátæktargildrunni Frá fundi Landssambands eldri borgara, Félags eldri borgara og Gráa hersins í Háskólabíói á dögunum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Hagdeild ASÍ segir hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega eingöngu gagnast þeim ellefu prósentum ellilífeyrisþega sem hafa atvinnutekjur, en mismuna þeim ellilífeyrisþegum sem ekki eru á vinnumarkaði því lífeyrissjóðstekjur þeirra myndu eftir sem áður skerða ellilífeyri. Aðgerðin gagnist því verst stöddu lífeyrisþegunum lítið. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um kosningaloforð stjórnmálaflokka sem birtist í síðasta tölublaði. 

Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn vilja að frítekjumark atvinnutekna eldri borgara verði hækkað upp í 100 þúsund krónur á mánuði. Píratar vilja einnig hækka frítekjumarkið, án þess að nefna ákveðna fjárhæð, auk þess að afnema allar skerðingar á tekjur eldri borgara. Samfylkingin vill hækka frítekjumarkið upp í 109 þúsund krónur strax og meira síðar.

„Frítekjumarkið var 109 þúsund fram að síðustu áramótum þegar það var lækkað í 25 þúsund krónur. Nú eru allar tekjur teknar inn, þar á meðal fjármagnstekjur, og það hefur mikil áhrif á afkomu ellilífeyrisþega,” sagði Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík, nýlega í samtali við Stundina. Fyrir kosningarnar 2013 sendi Bjarni Benediktsson ellilífeyrisþegum bréf fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins og lofaði að afnema tekjutengingar ellilífeyris. Annað kom á daginn.

Viðreisn vill „afnema frítekjumarkið með öllu“ eins og Benedikt Jóhannesson, sem nýlega lét af formennsku í flokknum, sagði í útvarpsviðtali á dögunum. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra sagði svo á fundi Landssambands eldri borgara, Félags eldri borgara og Gráa hersins í Háskólabíói að hann vildi hvetja til aukinnar þátttöku eldri borgara í samfélaginu.

Framsóknarflokkurinn vill afnema skerðingar vegna atvinnutekna eldri borgara svo þeir sem vilja og geta unnið fái tækifæri til þess og einnig Björt framtíð og Miðflokkurinn. Flokkur fólksins vill ekki aðeins fella brott skerðingar vegna atvinnutekna heldur einnig afnema skerðingar greiðslna milli almannatrygginga og lífeyrissjóða til einstaklinga.  

Útgjöld vegna ellilífeyris myndu aukast um 43 milljarða

Miðflokkurinn vill afnema allar tekjutengingar í bótakerfi ellilífeyrisþega. Hagdeild ASÍ bendir á að fjöldi landsmanna 67 ára og eldri sé tæplega 41 þúsund manns.„Afnám tekjutenginga almannatrygginga myndi auka útgjöld til ellilífeyris um að minnsta kosti 60 prósent, eða að minnsta kosti 43 milljarða. Þessi breyting mun þó ekki skila bættum kjörum til verst settu ellilífeyrisþeganna og er ófjármögnuð,“ segir í umsögn ASÍ. 

Píratar vilja afnema tekjuskerðingar námslána og ellilífeyris, en hagdeild ASÍ bendir aftur á að afnám tekjuskerðinga í mikilvægum framfærslukerfum eins og námslánum og almannatryggingum séu mjög dýrar aðgerðir sem skili þeim verst stöddu litlu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár