Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Steingrímur kallaði Sjálfstæðisflokkinn „fatlaðan“ og var svarað fullum hálsi

Fyrr­ver­andi formað­ur Vinstri grænna not­aði orð­ið „fatl­að­ur“ í niðr­andi til­gangi til að koma höggi á Sjálf­stæð­is­flokk­inn á kosn­inga­fundi. Hann baðst af­sök­un­ar skömmu síð­ar.

Steingrímur kallaði Sjálfstæðisflokkinn „fatlaðan“ og var svarað fullum hálsi
Steingrímur J. Sigfússon Fyrrverandi formaður Vinstri grænna hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir ummæli sín. Mynd: Pressphotos

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi og sá núverandi þingmaður sem setið hefur lengst á Alþingi, kallaði Sjálfstæðisflokkinn „fatlaðan“ á frambjóðendafundi Menntaskólans á Akureyri í dag vegna tregðu flokksins til að afla ríkissjóði tekna.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði Steingrími fullum hálsi, gagnrýndi orðaval hans og uppskar mikinn fögnuð.

Orðrétt sagði Steingrímur: „Það yrði þægilegast að við og Samfylkingin myndum ná saman, en síðan horfum við til viðbótar til þeirra flokka sem eru næst okkur í litrófinu, af því að við viljum mynda vinstristjórn, félagshyggjustjórn, sem nær af stað með sterka uppbyggingaráætlanir fyrir landið og velferðarkerfið og ég sé ekki að það verði auðvelt að koma því saman með Sjálfstæðisflokknum, sem er eins og kunnugt er fatlaður og getur ekki aflað tekna.“

Áslaug Arna svaraði og sagði Steingrím vera að líkja Sjálfstæðisflokknum við hreyfihamlaðan einstakling. „Ég þarf nú fyrst að frábiðja mér það að pólitíkusar tali með þeim hætti að líkja einhverjum sem þeim líkar ekki við við fatlaða einstaklinga. Það er fáránlegt. Við tölum ekki um að flokkar séu fatlaðir,“ sagði hún. 

Þetta er annað dæmið í dag um að reyndir stjórnmálamenn veki athygli vegna ummæla á frambjóðendafundum í menntaskólum, en Stundin fjallaði í dag um viðbrögð Bjarna Benediktssonar við spurningu um Borgunarmálið á fundi sem haldinn var í Verzlunarskóla Íslands.

Steingrímur J. baðst afsökunar á ummælum sínum næst þegar hann fékk hljóðnemann í hendurnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2017

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár