Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ríkisstjórn Íslands fór fram á að Washington Post fjarlægði grein um Bjarna og föður hans

Al­manna­tengsla­fyr­ir­tæk­ið Bur­son Marstell­er starfar fyr­ir ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið og reyn­ir að hafa áhrif á frétta­flutn­ing af mál­inu sem felldi rík­is­stjórn­ina.

Ríkisstjórn Íslands fór fram á að Washington Post fjarlægði grein um Bjarna og föður hans

„Ég skrifa ykkur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands. Við förum fram á að greinin ‘Ríkisstjórn Íslands féll vegna þess að faðir forsætisráðherra vildi að barnaníðingur yrði náðaður. Hvað er í gangi?’ verði fjarlægð vegna fjölda staðreyndavillna og afbakana.“

Þannig hefst tölvupóstur sem ritstjórnarskrifstofu Washington Post, eins virtasta dagblaðs heims, barst frá starfsmanni almannatenglaskrifstofunnar Burson Marsteller þann 27. september síðastliðinn.

Málið snýst um pistil eftir Janet Elise Johnson, prófessor í stjórnmálafræði og kvennafræðum við Brooklyn College, þar sem fjallað er um stjórnmálaástandið á Íslandi, stjórnarslitin og það sem kallað hefur verið „barnaníðingahneykslið“ í erlendum miðlum. 

Villan sem fór helst fyrir brjóstið á íslenskum stjórnvöldum er sú að í greininni var upphaflega talað um „náðun“ (e. pardon) frekar en uppreist æru (restored honour) og gefið í skyn að barnaníðingar hefðu fengið hreint sakavottorð frekar en „óflekkað mannorð“. Þetta var lagfært skömmu eftir að greinin birtist.

Stundin hafði samband við almannatengilinn, sem sérhæfir sig í krísustjórnun hjá Burson Marsteller, og spurði hvort hún starfaði fyrir forsætisráðuneytið eða utanríkisráðuneytið og í hverju vinnan fælist. Hún vildi ekki svara spurningum blaðamanns í síma en bað um að blaðamaður sendi sér upplýsingar um sjálfan sig. 

Eftir að Stundin sendi henni tölvupóst og spurði hvort hún hefði sent fleiri sambærileg skeyti til dagblaða barst svar frá upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Þar segir:

Íslensk stjórnvöld hafa notið ráðgjafar almannatengslafyrirtækisins  Burson-Marsteller er varða orðspor Íslands, m.a. í tengslum við efnahagsmál, sjávarútvegsmál, jafnréttismál, ferðamennsku ofl. eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Utanríkisráðuneytið hefur umsjón með þessari vinnu fyrir hönd stjórnarráðsins. Hluti starfs Burson-Marsteller er að leiðrétta það sem rangt er farið með, eins og í þessu tilviki, þar sem rangfærslur sem varða uppreist æru og íslenska stjórnskipan birtust í einu virtasta dagblaði heims. Rétt er að minna á að utanríkisráðherra sagði frá því í íslenskum fjölmiðlum fyrir tæpum hálfum mánuði að utanríkisráðuneytið ynni að því að leiðrétta rangfærslur tengdar málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár