Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ríkisstjórn Íslands fór fram á að Washington Post fjarlægði grein um Bjarna og föður hans

Al­manna­tengsla­fyr­ir­tæk­ið Bur­son Marstell­er starfar fyr­ir ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið og reyn­ir að hafa áhrif á frétta­flutn­ing af mál­inu sem felldi rík­is­stjórn­ina.

Ríkisstjórn Íslands fór fram á að Washington Post fjarlægði grein um Bjarna og föður hans

„Ég skrifa ykkur fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands. Við förum fram á að greinin ‘Ríkisstjórn Íslands féll vegna þess að faðir forsætisráðherra vildi að barnaníðingur yrði náðaður. Hvað er í gangi?’ verði fjarlægð vegna fjölda staðreyndavillna og afbakana.“

Þannig hefst tölvupóstur sem ritstjórnarskrifstofu Washington Post, eins virtasta dagblaðs heims, barst frá starfsmanni almannatenglaskrifstofunnar Burson Marsteller þann 27. september síðastliðinn.

Málið snýst um pistil eftir Janet Elise Johnson, prófessor í stjórnmálafræði og kvennafræðum við Brooklyn College, þar sem fjallað er um stjórnmálaástandið á Íslandi, stjórnarslitin og það sem kallað hefur verið „barnaníðingahneykslið“ í erlendum miðlum. 

Villan sem fór helst fyrir brjóstið á íslenskum stjórnvöldum er sú að í greininni var upphaflega talað um „náðun“ (e. pardon) frekar en uppreist æru (restored honour) og gefið í skyn að barnaníðingar hefðu fengið hreint sakavottorð frekar en „óflekkað mannorð“. Þetta var lagfært skömmu eftir að greinin birtist.

Stundin hafði samband við almannatengilinn, sem sérhæfir sig í krísustjórnun hjá Burson Marsteller, og spurði hvort hún starfaði fyrir forsætisráðuneytið eða utanríkisráðuneytið og í hverju vinnan fælist. Hún vildi ekki svara spurningum blaðamanns í síma en bað um að blaðamaður sendi sér upplýsingar um sjálfan sig. 

Eftir að Stundin sendi henni tölvupóst og spurði hvort hún hefði sent fleiri sambærileg skeyti til dagblaða barst svar frá upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Þar segir:

Íslensk stjórnvöld hafa notið ráðgjafar almannatengslafyrirtækisins  Burson-Marsteller er varða orðspor Íslands, m.a. í tengslum við efnahagsmál, sjávarútvegsmál, jafnréttismál, ferðamennsku ofl. eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Utanríkisráðuneytið hefur umsjón með þessari vinnu fyrir hönd stjórnarráðsins. Hluti starfs Burson-Marsteller er að leiðrétta það sem rangt er farið með, eins og í þessu tilviki, þar sem rangfærslur sem varða uppreist æru og íslenska stjórnskipan birtust í einu virtasta dagblaði heims. Rétt er að minna á að utanríkisráðherra sagði frá því í íslenskum fjölmiðlum fyrir tæpum hálfum mánuði að utanríkisráðuneytið ynni að því að leiðrétta rangfærslur tengdar málinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu