Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gerði ráð fyrir 50 til 60 milljóna hagnaði af „krúnudjásnum“ Falson

Bjarni Bene­dikts­son var virk­ur þátt­tak­andi í við­skipta­æv­in­týri Fal­son í Dúbaí. „Ger­um þetta lík­lega í Seychell­es fé­lagi.­ Við verð­um þrír sem mun­um eiga það til jafns,“ seg­ir í tölvu­póst­sam­skipt­um við­skipta­fé­laga hans.

Gerði ráð fyrir 50 til 60 milljóna hagnaði af „krúnudjásnum“ Falson

Bjarni Benediktsson gerði ráð fyrir því árið 2007 að hagnaður af fasteignaviðskiptum aflandsfélagsins Falson & Co, yrði á bilinu 800.000 til 1.000.000 dollarar, eða rúmar 50 til 60 milljónir íslenskra króna á þáverandi gengi.

Þetta kemur fram í tölvupósti sem Bjarni sendi Ægi Birgissyni, viðskiptafélaga sínum, í desember 2007 eftir að hafa lesið stöðuskýrslu Aska Capital um Falson & Co og sóknarfæri félagsins í Dúbaí. „Þetta er aðeins lakara en maður var að vona en samt í fínu lagi,“ skrifaði Bjarni.

Allt frá því að upplýst var vorið 2016 að þrír ráðherrar þáverandi ríkisstjórnar tengdust aflandsfélögum hefur Bjarni Benediktsson gert lítið úr aðkomu sinni að viðskiptum Falson & Co og haldið því fram að hann hafi ekki vitað að félagið væri skráð á Seychelles-eyjum. Tölvupóstssamskipti sem Stundin hefur undir höndum sýna að allt frá byrjun var lagt upp með að fasteignaviðskiptin í Dúbaí færu fram í gegnum félag á Seychelles-eyjum, „Seychelles félag“ eins og viðskiptafélagarnir kölluðu það.

„Fyrir tíu árum keypti ég fyrir tæpar 40 m.kr. þriðjungshlut í eignarhaldsfélagi sem Landsbankinn í Lúxemborg hafði stofnað fyrir viðskiptafélaga minn um kaup á fasteign í Dubai,“ sagði Bjarni í yfirlýsingu þann 29. mars 2016 þegar umfjöllun RÚV um Falson og aflandsfélög fleiri stjórnmálamanna var yfirvofandi.

Bjarni fullyrti að félagið hefði aldrei tekið lán og aldrei haft neina starfsemi. „Eini tilgangur félagsins var að halda utan um eignina í Dubai en svo fór að við tókum aldrei við henni,“ sagði hann. 

„Seychelles félag“

„Incorporated in Seychelles“Hér má sjá afrit af samningi vegna fjármögnunar og kaupa á hæðinni í Emirates Crown Tower. Tekið er skýrt fram að Falson er Seychelles-félag.

Meðeigendur Bjarna að félaginu voru Ægir Birgisson, sem vann hjá Straumi fjárfestingarbanka, og Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri Málningar hf. 

„Gerum þetta líklega í Seychelles félagi.­ við verðum 3 sem munum eiga það til jafns.­ fínt að láta Lais Lux sjá um þetta,“ segir í tölvupósti Ægis til Brands Thors Ludwigs, framkvæmdastjóra Aquila Venture Partners, sem síðar átti eftir að renna saman við Askar Capital.

Tölvupósturinn var sendur 20. desember 2005, og í svari Brands er farið sérstaklega yfir kostnað þess að stofna félag á Seychelles-eyjum og fá lögfræðiráðgjöf við yfirferð samninga þar í landi. 

Panamaskjölin sýndu að reynt var að fela eignarhald Falson & Co eftir því sem hægt var. Þannig voru hlutabréf í félaginu gefin út á handhafa frekar en raunverulega eigendur að sérstakri ósk starfsmanns Landsbankans í Lúxemborg sem keypti félagið úr hillum lögmannsstofunnar Mossack Fonseca sem sérhæfir sig í að setja upp félög á aflandseyjum.

Þann 3. apríl 2006 lét Bjarni Benediktsson millifæra 16 milljónir af reikningi sínum hjá Glitni yfir á Falson & Co. „Hæ, getið þið sent 227.000 USD fyrir hann Bjarna Ben?“ segir í tölvupósti milli starfsmanna. „Reikningseigandi er Falson & CO sjá allar upplýsingar í skjalinu sem fylgir hér með.“ Alls átti svo Bjarni, sem fyrr segir, eftir að greiða um 40 milljónir fyrir þriðjungshlut í Falson.

Krúnudjásn í Dúbaí

Tilgangur félagsins var að kaupa allar fjórar íbúðirnar á 28. hæð lúxusturnsins Emirates Crown Tower í Dúbaí, en til stóð að taka lán fyrir 60 til 70 prósentum fasteignakaupanna í samstarfi við Askar Capital og Icebank hf. Fram kemur í stöðuskýrslu Askar Capital að hönnunarfyrirtæki hafi verið falið að endurhanna íbúðirnar og að til standi að markaðssetja þær sérstaklega sem „krúnudjásnin“ og selja þær svo áfram með umtalsverðum hagnaði strax á öðrum ársfjórðungi ársins 2008.

Emirates Crown TowerSvona lítur hann út, lúxusturninn í Dúbaí.

Í byrjun ársins 2008 hafði Bjarni Benediktsson samband við viðskiptafélaga sína til að segja þeim að íbúðirnar í turninum væru tilbúnar.

„Nú er beðið eftir einhverjum leyfum en planið er ennþá að setja upp tvær sýningaríbúðir og selja síðan allar 5 hæðirnar sem Brandur er með á sínum vegum á 2. ársfjórðungi. Hann telur góðar líkur á því að það takist og málið verði gert upp við okkur í maí eða júní,“ skrifaði hann. „Ég spurði hann hvort það væri ekki vont að koma með 5 hæðir – samtals 20 eignir á sama tíma inn á markaðinn. Hann sagði eftirspurnina gríðarlega eftir svona stórum eignum og hafði engar áhyggjur af því. Útsýnið úr turninum hjá okkur er m.a. beint yfir pálmann – eyjaklasann.“ 

Eins og Bjarni hefur sjálfur lagt áherslu á drógu þeir félagarnir sig út úr viðskiptunum á Dúbaí árið 2008. „Ákveðið var að ganga út úr kaupunum árið 2008 og árið 2009 var málið gert upp með tapi og félagið sett í afskráningarferli,“ sagði Bjarni í yfirlýsingu sinni, en á þessum tíma var áhugi félaganna farinn að beinast í ríkara mæli að viðskiptatækifærum í Miami sem einnig er fjallað um í nýjasta tölublaði Stundarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Glitnisgögnin

Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.
Hæstiréttur veitir Glitni HoldCo áfrýjunarleyfi til að úrskurða hvort Stundin eigi að afhenda gögn
FréttirGlitnisgögnin

Hæstirétt­ur veit­ir Glitni HoldCo áfrýj­un­ar­leyfi til að úr­skurða hvort Stund­in eigi að af­henda gögn

Lög­bann­ið er fall­ið úr gildi en mál Glitn­is HoldCo gegn Stund­inni held­ur áfram fyr­ir Hæsta­rétti, sam­kvæmt ákvörð­un rétt­ar­ins. Hæstirétt­ur ætl­ar að fjalla um kröf­ur Glitn­is HoldCo þess efn­is að við­ur­kennt verði að Stund­inni sé óheim­ilt að byggja á Glitn­is­skjöl­un­um og beri að af­henda gögn­in.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár