Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Seldi 1200 milljónir í Sjóði 9 tveimur tímum fyrir lokun

Ein­ar Sveins­son, fjár­fest­ir og föð­ur­bróð­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, seldi eign­ir í Sjóði sama dag og neyð­ar­lög­in voru sett þann 6. októ­ber 2008. Ein­ar hellti sér yf­ir starfs­mann Glitn­is eft­ir að hann fékk veðkall frá bank­an­um í að­drag­anda hruns­ins. Eign­ar­halds­fé­lag Ein­ars og hann sjálf­ur vörðu sig gegn 176 millj­óna tapi með við­skipt­un­um. Fé­lag Ein­ars fékk nið­ur­felld­ar skuld­ir eft­ir hrun.

Seldi 1200 milljónir í Sjóði 9 tveimur tímum fyrir lokun
Vörðu sig fyrir tapi Með sölu á eignunum í Sjóði 9 þann 6. október náði Einar Sveinsson að verja sig og eignarhaldsfélag sitt, Hrómund ehf., fyrir 176 milljóna króna tapi sem varð á hlutdeildarskírteinum í Sjóði 9 í bankahruninu 2008. Einar Sveinsson og Benedikt Einarsson, sonur hans og hluthafi í Hrómundi, sjást hér. Mynd: Ómar Óskarsson

„Ég þarf ekki að hafa um það nein orð að mér líkar illa að fá svona sendingu frá bankanum,“ segir Einar Sveinsson, fjárfestir og föðurbróðir Bjarna Benediktssonar, í tölvupósti til viðskiptastjóra síns í einkabankaþjónustu Glitnis, Birkis Kristinssonar, þann 1. október árið 2008. Einar hafði fengið veðkall frá Glitni vegna 4,2 milljarða króna skulda eignarhaldsfélags síns, Hrómundar ehf., við bankann. Glitnir hótaði Einari aðgerðum ef hann lagaði ekki tryggingar sínar hjá bankanum en veðsettar eignir hans hjá bankanum voru þá 4,6 milljarðar króna. Í veðkallinu var Einar beðinn um að leggja fram auknar tryggingar fyrir lánum sínum. 

Einar lét Birki heyra það út af veðkallinu: „Ég var að finna þetta í pósthólfi mínu en pósturinn hafði verið úti í sólarhring. Ég ætlast til að þú sjáir til þess að ekki verði gripið til neinna aðgerða gegn mér enda upplýsingar um stöðu mála sem við fórum yfir í gær, þann 30. sept, ekki í samræmi við það sem sagt er í þessari tilkynningu.“

Tölvupósturinn er einn þeirra fjölmörgu í gögnunum sem Stundin hefur undir höndum sem undirstrika þá örvæntingu sem greip um sig í fjármálakerfinu á Íslandi undir lok septembermánaðar og byrjun októbermánaðar 2008. 

„Þann 6. október 2008 áttu eftirtaldir aðilar stór viðskipti með bréf í Sjóði 9 og tæmdu eign sína í sjóðnum.“  

Tæmdi eignir sínar í Sjóði 9

Einar Sveinsson seldi hlutdeildarskírteini sín og Hrómundar ehf. í Sjóði 9 nokkrum dögum eftir þessi samskipti sín við Birki Kristinsson. Þetta gerðist þann 6. október, líkt og fjallað er um hér að framan. Samtals var um að ræða sölu fyrir 1120 milljónir króna.

Slitastjórn Glitnis skoðaði þessa sölu Einars sérstaklega, líkt og nokkrar aðrar sölur í Sjóði 9 í aðdraganda bankahrunsins 2008. Í tölvupósti frá endurskoðanda, sem vann fyrir slitastjórn Glitnis að rannsóknum á málefnum tengdum bankahruninu, til Íslandsbanka árið 2010 segir meðal annars: 

Þann 6. október 2008 áttu eftirtaldir aðilar stór viðskipti með bréf í Sjóði 9 og tæmdu eign sína í sjóðnum.  Eftir að við erum búnir að fara yfir þessi viðskipti og í samráði við Slitastjórn, hefur verið ákveðið að óska eftir því við ykkur að fá upptökur af samtölum þessara aðila við Glitni hf. þar sem rætt er um þessi viðskipti.  Aðilarnir eru:  Hrómundur ehf. kt. 491188-2519 – forstöðumaður og framkv. stjóri er Einar Sveinsson fyrrum stjórnarformaður Glitnis hf. Um er að ræða viðskipti með bréf að fjárhæð ca. 1.000 millj. króna. Einar Sveinsson […] fyrrum stjórnarformaður Glitnis hf. Um er að ræða viðskipti með bréf að fjárhæð ca. 193  millj. króna.

1200 milljónir millifærðarÞessi viðskiptakvittun sýnir hvernig 1090 milljónir króna voru innleystar úr Sjóði 9 og greiddar út 79 mínútum fyrir lokum sjóðsins þann 6. október 2008.

Fékk peningana klukkan 10.10

Í tölvupóstinum frá slitastjórn Glitnis var Íslandsbanki beðinn um að hlusta á upptökur á samtölum á milli Einars Sveinssonar og Birkis Kristinssonar þann 6. október 2008 til þess að reyna að kortleggja hvenær hann bað um söluna á eignum sínum í Sjóði 9. Grunsemdir vöknuðu um að gengið hefði verið frá sölunni eftir lokun markaða þennan dag. Í svari frá starfsmanni Íslandsbanka kemur fram að beiðnin um innlausnina hafi verið sett inn í kerfi bankans klukkan 9.45 að morgni mánudagsins 6. október. Ályktunin sem Íslandsbanki dró var að beiðnin um söluna hefði komið fyrr en þann 6. október en að hún hafi bara verið afgreidd þann dag. Svipaða sögu var að segja um sölu Bjarna Benediktssonar þennan dag en hann bað um söluna þann 2. október. Orðrétt sagði um þetta í tölvupósti frá starfsmanni Íslandsbanka til slitastjórnar Glitnis um vorið 2010:

Meðfylgjandi er afrit af tölvupósti frá Ásgeiri Kröyer sem var „portfoliomanager“ fyrir Birki sem sent er til Sunnu Rósar Svansdóttur (bakvinnsla) hinn 6. október kl. 9:29.  Í tölvupóstinum er óskað eftir innlausnum á Sjóði 9. Innlausnin er sett inn í kerfið kl. 9:45 en sjóðurinn lokaði kl. 11:29. Í síðasta pósti var ég að giska á að Einar hafi beðið um innlausn á sjóðnum á fundi með Birki en í símtali nr. 147 sem er kl. 11:47 er Birkir að biðja Einar um að koma til að skrifa undir handveðsyfirlýsingar.  Hugsanlegt er að Birkir og Einar hafi talað saman um helgina fyrst pöntunin er komin þetta snemma inn í kerfið en ef svo hefur verið þá hefur samtalið farið í gegnum gsm-síma sem ekki er hljóðritaður.

Í viðskiptabeiðninni um innlausn Hrómundar ehf. í Sjóði 9 kemur fram að innlausnin hafi átt sér stað og að peningarnir, samtals 1120 milljónir króna, hafi verið millifærðir til Einars klukkan 10.10 þann 6. október. Einni klukkustund og nítján mínútum síðar var sjóðnum lokað.  

Riftunin útbúin en óundirrituð

Málið var komið svo langt innan slitastjórnar Glitnis að búið var að útbúa riftunarbréf til Einars Sveinssonar og Hrómundar ehf. vegna rúmlega milljarðs króna sölunnar í Sjóði 9.  En þetta var áður en ofangreint svar barst frá Íslandsbanka í apríl. Í riftunarbréfinu, sem aldrei var undirritað og sent til Einars, segir meðal annars að bankinn líti svo á að Hrómundur skuldi Glitni rúmlega 152 milljónir króna sem hann þurfi að endurgreiða innan viku: 

 Gengi á hlutdeildarskírteinum sjóðsins þann 30. október 2008 þegar sjóðnum var lokað var hins vegar  24.273 sem hefði leitt til innlausnarverðs samtals að fjárhæð kr. 871.180.949 eða kr. 152.321.178 lægri fjárhæð en nam ofangreindu innlausnarverði. Samkvæmt gögnum bankans lítur svo út að fyrirmæli um innlausn ofangreindra hlutdeildarskírteina hafi verið móttekin af bankanum eftir að lokað var fyrir viðskipti með bréfin og þar af leiðandi hafi verið óheimilt að innleysa þau þennan dag. 

 Á þessum forsendum ætlaði Glitnir að krefjast endurgreiðslu á 152 milljónunum sem voru mismunurinn á verðmæti eigna Hrómundar ehf. í Sjóði 9 þann 6. október og 30. október.

„Ég þarf ekki að hafa um það nein orð að mér líkar illa að fá svona sendingu frá bankanum“

Engin riftun reynd

Á endanum fór það svo að engin riftun á viðskiptunum í Sjóði 9 var reynd þar sem talið var ólíklegt að Glitnir myndi hafa betur í málinu gegn Einari. Ástæðan var meðal annars sú að ljóst þótti að Einar hefði náð að biðja um sölu hlutdeildarskírteina sinna fyrir lokun markaða þann 6. október. Einnig var söluandvirði eigna hans í Sjóði 9 notað til að greiða inn á skuldir hans við bankann sem voru verulegar um haustið 2008 og hafði Einari byrjað að berast veðköll eins og tölvupósturinn hér að ofan sýnir. 

Í niðurstöðu slitastjórnarinnar segir meðal annars um þetta: „Líklegt að ekki hafist neitt upp úr riftun á innlausn hlutdeildarskírteina í Sjóði 9. Andvirðinu var ráðstafað upp í greiðslu á skuldum félagsins. Eftirstöðvar lánsins voru færð yfir í Íslandsbanka.“

Eitt af því sem vekur sérstaka athygli er að Einar og Bjarni Benediktsson seldu báðir þennan sama dag í þeim glugga sem opnaðist frá opnun markaða þann daginn og fram til klukkan 11.29 þegar Sjóði 9 var lokað. 

En eins og segir í niðurstöðu slitastjórnarinnar um mögulega riftun gegn Einari Sveinssyni persónulega út af riftuninni í Sjóði 9 á þeim hlutdeildarskírteinum sem skráðu voru á hans nafn þá, var samt óljóst hvernig þessi beiðni barst frá Einari og til bankans: 

Fyrir liggur að beiðni (tölvupóstur)  frá Ásgeiri Kröyer, viðskiptastjóra (Portfolio Manager)  í einkabankaþjónustu um innlausn á eignum Einars í Sjóði 9 kl. 9:29 þann 6/10 2008, en sjóðurinn var aðeins opinn til kl. 11:29 þann dag. Engin gögn liggja fyrir um það hvernig honum barst beiðni frá Einari um innlausnina.  Það gat því alveg eins verið ákvörðun innan bankans að gera þetta. Líklegt má þó telja að starfsmaður staðfesti að Einar hafi beðið um innlausnina. 

Vildi borga skuldir sínar

Út frá meðferðinni á máli Einars hjá slitastjórn Glitnis sést að Einari var umhugað um að greiða skuldir sínar við bankann á þessum tíma. Fjármunirnir sem hann fékk út úr Sjóði 9 runnu upp í skuldir hans og eftir bankahrunið voru viðskipti hans færð yfir í Íslandsbanka.

Greiðsluvilji Einars á þessum tíma sést svo líka í tölvupósti sem hann sendi Birki Kristinssyni, viðskiptastjóra sínum í einkabankaþjónustu Glitni, þann 22. október 2008: „Eins og við höfðum rætt áður en bankakrísan hélt innreið sína varðandi uppgreiðslu skulda Hrómundar þá langar mig að staðfesta við þig eftirfarandi. Vinsamlegast greiða upp í skuldirnar eins og kostur er með þeim peningalegu eignum sem til staðar eru á veðsettum reikningum Hrómundar. Jafnframt má selja víxil á Íbúðalánasjóð sem og erlend hlutabréf þegar opnast fyrir gjaldeyrisviðskipti landsmanna.“

Sala Einars í Sjóði 9 á þessum örlagaríka degi 6. október varð því til þess að hann náði að grynnka á skuldum sínum og eignarhaldsfélags síns, Hrómundar ehf., við Glitni. Vegna þess að hann seldi þennan dag fékk hann 176 milljónum krónum meira fyrir hlutdeildarskírteini sín í Sjóði 9 en hann hefði fengið í lok október 2008, þegar aðrir sjóðsfélagar í Sjóði 9 fengu greidd 85,12 prósent af innistæðum sínum í sjóðnum. 

Ekkert var aðhafst í viðskiptunum af hálfu Glitnis og Einar gat haldið áfram rekstri Hrómundar ehf. þrátt fyrir erfiða skuldastöðu þess gagnvart Glitni og þau veðköll sem félagið lenti í.  

Fékk niðurfelldar skuldir

Í árslok 2008 átti Hrómundur 3,7 milljarða króna eignir en skuldaði 5,8 milljarða króna. Margar eignir Hrómundar ehf. urðu verðlausar í bankahruninu, til að mynda hlutabréf í fjárfestingarfélögunum Mætti, Nausti og Skeggja, sem öll tóku þátt í Vafningsfléttunni í febrúar árið 2008. Fyrir vikið tapaði félagið nærri 6 milljörðum króna árið 2008. Síðar tapaði félagið svo eignarhlutum sínum í móðurfélaginu N1, BNT ehf.

Hrómundur ehf. skilaði svo ekki ársreikningi í sex ár en árið 2014 höfðu skuldir félagsins verið færðar niður og stóðu í rúmum 50 milljónum króna, eða ríflega 5,7 milljörðum minna en árið 2008.  Árið 2014 skilaði félagið nærri 1,5 milljarða hagnaði vegna bókfærðrar niðurfærslu á skuldum þess. Hrómundur ehf. stóð því af sér bankahrunið á Íslandi, öfugt við eignarhaldsfélag Benedikts Sveinssonar, Hafsilfur ehf., sem var endurnefnt Malvík ehf. eftir skuldapppgjör við Íslandsbanka og Benedikt stofnaði annað félag með nafninu Hafsilfur ehf. á nýrri kennitölu.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Viðskipti Bjarna Benediktssonar

Öll hneykslismálin sem Bjarni stóð af sér
Greining

Öll hneykslis­mál­in sem Bjarni stóð af sér

Bjarni Bene­dikts­son, formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi fjár­mála­ráð­herra, tengd­ist ýms­um hneykslis­mál­um sem komu upp á Ís­landi í kjöl­far efna­hags­hruns­ins ár­ið 2008. Hann stóð þau öll af sér og var fyr­ir vik­ið oft kennd­ur við efn­ið teflon vegna þess að hann náði alltaf að hrista af sér erf­ið mál á með­an aðr­ir stjórn­mála­menn gátu það ekki.
Selur bankann sem fjölskyldan átti
Úttekt

Sel­ur bank­ann sem fjöl­skyld­an átti

Bjarni Bene­dikts­son upp­lýsti ekki um að­komu sína að fjár­fest­ing­um Eng­ey­inga á með­an hann sat á þingi í að­drag­anda hruns. Fjöl­skylda hans átti ráð­andi hlut í Ís­lands­banka sem lán­aði fé­lög­um þeirra tugi millj­arða króna og einnig Bjarna per­sónu­lega. Nú mæl­ir hann fyr­ir sölu rík­is­ins á hlut í bank­an­um. For­sag­an skað­ar traust, að mati sam­taka gegn spill­ingu.
Atburðarásin í aðdraganda hruns: Hvað vissum við og hvað vissu þeir?
Rannsókn

At­burða­rás­in í að­drag­anda hruns: Hvað viss­um við og hvað vissu þeir?

Þeg­ar erf­ið­leik­ar komu upp hjá Glitni og stór­um hlut­höf­um, fyrst í fe­brú­ar 2008 og svo í sept­em­ber, skipt­ist Bjarni Bene­dikts­son á upp­lýs­ing­um við stjórn­end­ur Glitn­is og sat fundi um stöðu bank­anna með­an hann sjálf­ur, fað­ir hans og föð­ur­bróð­ir komu gríð­ar­leg­um fjár­mun­um í var. Hér er far­ið yf­ir at­burða­rás­ina í máli og mynd­um.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár