Vinstrihreyfingin grænt framboð fékk samtals hátt í tveggja milljóna fjárstuðning frá sjávarútvegsfyrirtækjum og handhöfum fiskveiðikvóta á árinu 2016.
Þetta kemur fram í ársreikningi sem flokkurinn birti á vef sínum í dag og skilaði Ríkisendurskoðun.
Átta fyrirtæki greiddu flokknum hámarksstyrk eða 400 þúsund króna framlag. Þetta eru fyrirtækin HB Grandi, MATA hf, Síminn, Brim, Mannvit, Samherji, N1 og Loðnuvinnslan.
Flokkurinn 250 þúsund króna styrk frá Borgun, Kaupfélagi Skagfirðinga og Kjarnafæði á árinu 2016, en jafnframt greiddu Höldur, KPMG, Ölgerð Egils Skallagrímssonar, Icelandair Group, Atlantsolía og Samskip flokknum 200 þúsund króna framlög.
Frestur stjórnmálaflokka til að skila ársreikningum rennur út um mánaðamótin. Stundin hefur áður fjallað um ársreikning og styrkveitendur Viðreisnar, en aðrir flokkar hafa ekki tilkynnt um skil á ársreikningi fyrir árið 2016.
Athugasemdir