Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Nú reynir hann að klína sig utan í Miðflokkinn og Sigmund Davíð“

Sveinn Hjört­ur Guð­finns­son, fyrr­ver­andi formað­ur Fram­sókn­ar­fé­lags­ins í Reykja­vík og sam­herji Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, vand­ar Birni Inga Hrafns­syni ekki kveðj­urn­ar. Björn lýsti því yf­ir í morg­un að hann væri geng­inn til liðs við Mið­flokk­inn, nýja hreyf­ingu Sig­mund­ar.

„Nú reynir hann að klína sig utan í Miðflokkinn og Sigmund Davíð“

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík sem nýlega sagði sig úr flokknum og gekk til liðs við Miðflokkinn, nýtt framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, kann illa við að fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson seilist til áhrifa í Miðflokknum. „Björn Ingi sér um sig sjálfur. Hann á ekkert erindi í stjórnmál, hvað þá fjölmiðla eins og sagan sýnir því miður,“ segir Sveinn í samtali við Stundina. 

Björn Ingi greindi frá því á Facebook í morgun að hann, og hópur í kringum hann sem undirbyggi nýtt borgaralega sinnað framboð til Alþingis, hefði ákveðið að ganga til liðs við hreyfingu Sigmundar Davíðs. 

Sveini Hirti líst ekki á blikuna. „Nú reynir hann að klína sig utan í Miðflokkinn og Sigmund Davíð. Hefur enginn spurt hve margir eru á bakvið Samvinnuflokkinn? Ég er næstum viss um að Bingi sé þar einn og enginn annar,“ skrifaði Sveinn á Facebook í dag. 

„Ég hef unnið fyrir Björn Inga í kosningum áður og veit hvernig hann vinnur. Ef hann heldur virkilega að hans sé óskað í stjórnmál í dag þá er því fljótt svarað – vertu úti!“

Sveinn segir jafnframt að Björn Ingi sé að gera „sorglega tilraun“ til að „koma sér á blað - eins og fyrr á kostnað annarra“. „Meðan ég styð Miðflokkinn þá fær þessi maður varla kaffisopa. Sem gamall dyravörður er minnsta mál að vísa honum út - aftur!“ Sveinn fjarlægði færsluna skömmu eftir að hún birtist.

Aðspurður segist Sveinn ekki hafa ákveðið hvort hann bjóði sig sjálfur fram eða einbeiti sér að grasrótinni í Miðflokknum. Hann er bjartsýnn á gengi hinnar nýju hreyfingar og bendir á að það segi ýmislegt að á aðeins fjórum dögum sé flokkurinn farinn að mælast með 7,3 prósenta fylgi í í könnunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár