Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Nú reynir hann að klína sig utan í Miðflokkinn og Sigmund Davíð“

Sveinn Hjört­ur Guð­finns­son, fyrr­ver­andi formað­ur Fram­sókn­ar­fé­lags­ins í Reykja­vík og sam­herji Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, vand­ar Birni Inga Hrafns­syni ekki kveðj­urn­ar. Björn lýsti því yf­ir í morg­un að hann væri geng­inn til liðs við Mið­flokk­inn, nýja hreyf­ingu Sig­mund­ar.

„Nú reynir hann að klína sig utan í Miðflokkinn og Sigmund Davíð“

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, fyrrverandi formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík sem nýlega sagði sig úr flokknum og gekk til liðs við Miðflokkinn, nýtt framboð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, kann illa við að fjölmiðlamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson seilist til áhrifa í Miðflokknum. „Björn Ingi sér um sig sjálfur. Hann á ekkert erindi í stjórnmál, hvað þá fjölmiðla eins og sagan sýnir því miður,“ segir Sveinn í samtali við Stundina. 

Björn Ingi greindi frá því á Facebook í morgun að hann, og hópur í kringum hann sem undirbyggi nýtt borgaralega sinnað framboð til Alþingis, hefði ákveðið að ganga til liðs við hreyfingu Sigmundar Davíðs. 

Sveini Hirti líst ekki á blikuna. „Nú reynir hann að klína sig utan í Miðflokkinn og Sigmund Davíð. Hefur enginn spurt hve margir eru á bakvið Samvinnuflokkinn? Ég er næstum viss um að Bingi sé þar einn og enginn annar,“ skrifaði Sveinn á Facebook í dag. 

„Ég hef unnið fyrir Björn Inga í kosningum áður og veit hvernig hann vinnur. Ef hann heldur virkilega að hans sé óskað í stjórnmál í dag þá er því fljótt svarað – vertu úti!“

Sveinn segir jafnframt að Björn Ingi sé að gera „sorglega tilraun“ til að „koma sér á blað - eins og fyrr á kostnað annarra“. „Meðan ég styð Miðflokkinn þá fær þessi maður varla kaffisopa. Sem gamall dyravörður er minnsta mál að vísa honum út - aftur!“ Sveinn fjarlægði færsluna skömmu eftir að hún birtist.

Aðspurður segist Sveinn ekki hafa ákveðið hvort hann bjóði sig sjálfur fram eða einbeiti sér að grasrótinni í Miðflokknum. Hann er bjartsýnn á gengi hinnar nýju hreyfingar og bendir á að það segi ýmislegt að á aðeins fjórum dögum sé flokkurinn farinn að mælast með 7,3 prósenta fylgi í í könnunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár