Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar kom sér sam­an um það í morg­un að Brynj­ar Ní­els­son yrði sett­ur af sem formað­ur. Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­mað­ur Við­reisn­ar, stýr­ir opn­um fundi með dóms­mála­ráð­herra.

Brynjar settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Meirihluti nefndarinnar kom sér saman um þetta í morgun og var tilkynnt um málið í upphafi opins fundar með dómsmálaráðherra sem nú stendur yfir. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er nýkjörinn formaður nefndarinnar og Svandís Svavarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, er varaformaður. 

Brynjar hefur, sem formaður nefndarinnar, lagt mikla áherslu á að upplýsingar um uppreist æru dæmdra manna fari leynt og tjáð sig opinskátt um málin í fjölmiðlum. Eins og Stundin hefur fjallað um er einn af meðmælendum kynferðisbrotamannsins Roberts Downey vinur Brynjars til margra ára. Þá átti Brynjar, sem lögmaður, fund með barnaníðingnum Hjalta Sigurjóni Haukssyni eftir að hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni á sínum tíma. Brynjar var verjandi barnaníðings sem fékk uppreist æru árið 2010 og vísaði því ranglega á bug í byrjun ágúst að hafa starfað fyrir sama nektardansstað og Robert Downey. Hann hefur lagst eindregið gegn því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki embættisfærslur ráðherra í þeim málum sem leiddu til þess að ríkisstjórnin féll. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár