Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Fyrr­ver­andi lög­reglu­mað­ur sem var dæmd­ur fyr­ir kyn­ferð­is­brot gegn þrem­ur ung­um stúlk­um fékk upp­reist æru ár­ið 2010 sam­kvæmt gögn­um sem af­hent voru fjöl­miðl­um í kjöl­far úr­skurð­ar úr­skurð­ar­nefnd­ar um upp­lýs­inga­mál.

Brynjar kemur fyrir í gögnunum sem áttu að fara leynt

Brynjar Níelsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, var verjandi lögreglumannsins fyrrverandi sem fékk uppreist æru árið 2010.

Maðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum árið 2003. Hann misnotaði tvær þeirra á fimm ára tímabili, frá 11 til 16 ára aldurs og þá þriðju þegar hún var 12 ára.

Á meðal meðmælenda mannsins eru þeir Grétar Sæmundsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn og Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn, en að því er fram kemur í frétt RÚV í dag kannast hvorugur þeirra við að hafa undirritað meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru. Raunar eru bréfin dagsett áður en dómur Hæstaréttar yfir manninum féll.

Minnst þrír af sjö, sem skrifuðu undir bréf sem fylgdi umsókn fyrrverandi lögreglumanns um uppreist æru, vissu ekki að bréfin yrðu notuð til þess.  

Þetta kemur fram í gögnum dómsmálaráðuneytisins sem Stundin fékk afhent eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að almenningur ætti rétt á upplýsingunum, þvert á afstöðu dómsmálaráðuneytisins og fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Sem formaður nefndarinnar fékk Brynjar gögn um uppreist æru dæmdra manna afhent í byrjun ágúst en lagði mikla áherslu á að þau færu leynt. Stundin hefur áður greint frá því að einn af meðmælendum kynferðisbrotamannsins Roberts Downey sé vinur Brynjars til margra ára og að Brynjar hafi, sem lögmaður, átt fund með barnaníðingnum Hjalta Sigurjóni Haukssyni eftir að hann var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni á sínum tíma. Þá upplýsti Stundin um að Brynjar hefði ranglega vísað því á bug að hafa starfað fyrir sama nektardansstað og Robert Downey.

Í gær sagði Brynjar í viðtali við Vísi.is að hann væri mótfallinn því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsakaði embættisfærslur forsætisráðherra og dómsmálaráðherra í þeim málum sem leiddu til þess að ríkisstjórnin sprakk. 

Brynjar Níelsson var skipaður verjandi lögreglumannsins fyrrverandi á sínum tíma. Maðurinn var svo sæmdur óflekkuðu mannorði þann 10. maí 2010 í samræmi við lög og stjórnsýsluvenjur, að tillögu Rögnu Árnadóttur, þáverandi dómsmála- og mannréttindaráðherra.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynferðisbrot

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
„Strákar sem mér hefði aldrei dottið í hug að væru að stunda þetta“
Viðtal

„Strák­ar sem mér hefði aldrei dott­ið í hug að væru að stunda þetta“

Krist­björg Mekkín Helga­dótt­ir varð fyr­ir sta­f­rænu kyn­ferð­isof­beldi ný­byrj­uð í mennta­skóla. Hún fékk ábend­ingu frá vini sín­um að mynd sem hún hafði að­eins ætl­að kær­asta sín­um væri kom­in í dreif­ingu. Frá þeirri stundu hef­ur Krist­björg fylgst með síð­um þar sem slík­ar mynd­ir fara í dreif­ingu, lát­ið þo­lend­ur vita og hvatt þá til að hafa sam­band við lög­regl­una, en þeir sem dreifi þeim séu bara „strák­ar úti í bæ“.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár