Fyrirtækið sem nær einokar matar- og veitingasölu í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli hagnaðist um tæplega 182 milljónir króna í fyrra og greiðir út 100 milljóna króna arð til hluthafa sinna á árinu. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins, Lagardére Travel Retail ehf., sem rekur veitingstaðina og verslanirnar Mathús, Segafredo, Nord, Pure Food Hall og Loksins í Leifsstöð. Arðgreiðslan bætist við tæplega 28 milljóna arð sem greiddur var út árið 2015.
Fyrirtækið var að hluta til í eigu Maríu Kristínar Hilmarsdóttur, eiginkonu aðstoðarkaupfélagsstjóra Kaupfélags Skagfirðinga, Sigurjóns Rúnars Rafnssonar, í gegnum einkahlutafélagið NQ ehf., sem á 40 prósenta hlut í Lagardére Travel Retail ehf. 60 prósenta hlutur í fyrirtækinu er í eigu franska flugvallarfyrirtækisins Lagardére Travel Services.
Á þeim tíma sem útboðið fór fram var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við völd á Íslandi og sátu fulltrúar frá þessum stjórnmálaflokkum í stjórn Isavia. Kaupfélag Skagfirðinga hefur í gegnum árin verið tengt Framsóknarflokknum þar sem …
Athugasemdir