„Það verður erfitt að taka upp þráðinn aftur varðandi stjórnarmyndun. Viðræðurnar í haust voru erfiðar og enduðu með því samstarfi sem nú er lokið,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um þá stöðu sem upp er komin eftir að Björt framtíð sleit stjórnarsamstarfinu í nótt á grundvelli trúnaðarbrests við forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkinn. Í fljótu bragði virðist stjórnarkreppa blasa við. Sá möguleiki eru þó talinn vera inni í myndinni að Framsóknarflokkurinn stigi inn í stjórnarsamstarfið. Það ræðst þó af því hvort Viðreisn með Benedikt Jóhannesson í stafni vill vera áfram í samstarfinu.
„Nú ræði ég við mitt fólk á þingflokksfundi“
Sigurður Ingi hefur þegar rætt við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra um stöðuna sem upp er kominn. Þegar Stundin ræddi við hann í morgun var hann á leið á þingflokksfund til að ræða nýja stöðu í stjórnmálunum.
Aðspurður um það hvort hann teldi mögulegt að Framsókn færi inn í stjórn með Sjálfstæðisflokknum ítekaði …
Athugasemdir