Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu

Ráðu­neyt­ið leyndi Stund­ina upp­lýs­ing­um um að fað­ir for­sæt­is­ráð­herra hefði veitt manni, sem nauðg­aði stjúp­dótt­ur sinni í tólf ár, um­sögn svo hann gæti feng­ið upp­reist æru.

Faðir forsætisráðherra var meðmælandi Hjalta – ráðuneytið hélt því leyndu

Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, veitti Hjalta Sigurjóni Haukssyni meðmæli vegna umsóknar hans um uppreist æru í fyrra. 

Hjalti var dæmdur árið 2004 fyrir að hafa brotið gegn stjúpdóttur sinni nær daglega í tólf ár. Stundin greindi frá því þann 25. ágúst að hann hefði fengið uppreist æru og verið sæmdur óflekkuðu mannorði af forseta Íslands að tillögu innanríkisráðherra. 

Stundin hefur árangurslaust óskað eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um umsagnaraðila Hjalta frá því í byrjun mánaðar en fékk loksins staðfestingu, eftir öðrum leiðum, í dag. 

Spurt var hvort aðili sem tengdist forsætisráðherra fjölskylduböndum hefði veitt Hjalta meðmæli. Þá var spurt: a) Ef já, vissi innanráðherra af fjölskyldutengslunum þegar ákveðið var að upplýsa ekki um nöfn umsagnaraðila þeirra sem fengið hafa uppreist æru og að svara ekki fyrirspurnum þolenda um málin? b) Upplýsti forsætisráðherra aðra ráðherra um tengsl sín við umsagnaraðila eins af umsækjendum um uppreist æru þegar málin voru afgreidd úr ríkisstjórn á haustmánuðum 2016?

Dómsmálaráðuneytið svaraði aldrei fyrirspurn Stundarinnar þótt blaðið hafi ítrekað spurningarnar margsinnis, bæði hringt og farið í ráðuneytið til að tala við upplýsingafulltrúa án árangurs.

Heimsóttur í fangelsið

Samkvæmt heimildum blaðsins hafa Benedikt Sveinsson og Hjalti þekkst í mörg ár. Stundin ætlaði að greina frá meðmælum Benedikts í þarsíðustu viku, en hætti við að flytja fréttina eftir að Hjalti neitaði því að Benedikt hefði veitt sér meðmæli. Hjalti vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað í dag.

Hann hefur þó viðurkennt að þeir Benedikt séu vinir til margra ára og sagst þakklátur Benedikt fyrir að hafa staðið með sér í gegnum súrt og sætt. Benedikt hafi til að mynda heimsótt hann í fangelsið þegar hann afplánaði dóm sinn.

Hjalti mun einnig hafa leitað til Bjarna Benediktssonar, sem þá var lögmaður, eftir að hann var kærður fyrir kynferðisbrot um aldamótin. Nokkrum árum síðar hringdi Hjalti í Bjarna og óskaði honum góðs gengis í stjórnmálum, en Hjalti er stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins til margra ára. 

Gekk lengra í leyndinni en lög heimila 

Eins og Stundin fjallaði um fyrr í vikunni gekk Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra og flokkssystir Bjarna Benediktssonar, lengra í upplýsingaleynd um mál manna sem fengið hafa uppreist æru heldur en upplýsingalög heimila.

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu á þriðjudag að dómsmálaráðuneytinu hefði ekki verið heimilt að synja fjölmiðlum og aðstandendum brotaþola um aðgang að upplýsingum um hverjir hafa veitt meðmæli vegna umsóknar um uppreist æru. 

Uppfært kl. 17:14:

Benedikt Sveinsson hefur nú sent fjölmiðlum, öðrum en Stundinni, yfirlýsingu þar sem hann viðurkennir að hafa veitt Hjalta meðmæli. Ummælin má sjá hér að neðan:

Yfirlýsing frá Benedikt Sveinssyni vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar

Í ljósi alls þess sem fram hefur komið að undanförnu vil ég biðja þá sem um sárt eiga að binda vegna máls Hjalta Sigurjóns Haukssonar, afsökunar á því að hafa ljáð honum atbeina við umsókn um uppreist æru.

Hjalti Sigurjón Hauksson var um tíma tengdur kunningjafólki okkar hjóna frá skólaárum. Hann hefur í nokkur skipti leitað aðstoðar hjá mér, fyrst og fremst vegna fjárhagsmála eða í tengslum við atvinnuleit. Engin önnur tengsl hafa verið á milli okkar.

Á síðasta ári leitaði Hjalti til mín um meðmæli vegna uppreistar æru. Hann kom til mín með bréf, tilbúið til undirritunar. Ég skrifaði undir bréfið og hef ekki vitað af málinu síðan, fyrr en það kom til opinberrar umfjöllunar nú í sumar. Ég ræddi ekki meðmælabréfið við nokkurn mann, hvorki í stjórnkerfinu né annars staðar, og hef aldrei verið spurður frekar út í málið. Allur aðdragandi og umbúnaður málsins var sá að verið væri að ganga frá formsatriði fyrir umsókn til stjórnsýslunnar.

Ég hef aldrei litið svo á að uppreist æru væri annað en lagalegt úrræði fyrir dæmda brotamenn til að öðlast að nýju tiltekin borgaraleg réttindi. Sá hugur bjó ekki að baki að rétta stöðu Hjalta gagnvart fórnarlambi hans. Hjalta hef ég sagt að horfast í augu við gjörðir sínar og iðrast þeirra.

Það sem átti hér að vera lítið góðverk við dæmdan mann hefur snúist upp í framhald harmleiks brotaþola. Á því biðst ég enn og aftur afsökunar.

Benedikt Sveinsson

Ákall þolenda hunsað 

Stjórnvöld veittu Hjalta Sigurjóni uppreist æru sama dag og Roberti Downey áður Róberti Árni Hreiðarsson. Það var í júní sem Vísir greindi frá því að Robert Downey hefði endurheimt lögmannsréttindi sín í kjölfar þess að hann var sæmdur óflekkuðu mannorði.

Í kjölfarið kölluðu þolendur Roberts og aðstandendur þeirra ítrekað eftir upplýsingum um málsmeðferðina. Til að hægt sé að veita uppreist æru þurfa umsækjendur að skila inn vottorðum frá tveimur valinkunnum mönnum og vildu þolendur Roberts og aðstandendur þeirra vita hvaða menn höfðu ábyrgst hann. „Hverjir eru þeir tveir valinkunnu einstaklingar sem, samkvæmt lögum, settu nafn sitt við að maðurinn sé fullkomlega fær um að girnast ekki börn framar?“ spurði Bergur Þór Ingólfsson, faðir einnar stúlkunnar sem Robert braut á, í aðsendri grein á Vísi

Sama dag sendi dómsmálaráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem greint var frá þeirri ákvörðun að birta ekki nöfn þeirra sem vottuðu um góða hegðun Róberts. Í tilkynningunni var því haldið fram að umsókn Roberts og þau gögn sem henni fylgdu, þar á meðal vottorðin, heyrðu ekki undir upplýsingalög. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst nýlega að gagnstæðri niðurstöðu. Í kjölfarið voru gögnin í máli Roberts send á fjölmiðla, en þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir Stundarinnar hefur ráðuneytið ekki veitt upplýsingar um mál Hjalta. 

Bergur kallaði einnig eftir rökstuðningi forsætisráðherra fyrir því að veita Roberti uppreist æru. Ákalli hans var ekki svarað. Dóttir hans, Nína Rún Bergsdóttir, þolandi Roberts, reyndi líka ítrekað að fá svör frá Bjarna. Í tvígang taggaði hún hann í Facebook-færslum þar sem hún vonaðist eftir svörum. „Hann hefur ekki sýnt nein viðbrögð eftir að ég taggaði hann í tveimur facebook færslum. Ég var nú ekki að búast við því þar sem hann hefur nú þegar sýnt að hann snýr baki við öllu sem honum finnst óþægilegt, eins og kynferðisofbeldi,“ sagði hún í samtali við DV.

Spurningar hennar voru einfaldar: „Hvað gerðist í þessu ferli? Af hverju er öll þessi leynd? Er eitthvað sem hann vill ekki að við komumst að? Maðurinn missti æruna við að brjóta á okkur. Bjarni ætti að sýna okkur þá virðingu og heiðarleika að svara spurningum okkar.“

Einum og hálfum mánuði greindi Bjarni Benediktsson frá því að hann hefði ekki verið starfandi innanríkisráðherra á þeim tíma sem Robert Downey fékk meðmæli, þvert á það sem skilja mátti af viðtali RÚV við hann í vor þegar hann sagðist hafa tekið „við niðurstöðu úr ráðuneytinu sem hafði fengið sína hefðbundnu meðferð.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
2
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
5
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
6
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
6
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár