Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Viðurkennir að skattbyrði tekjulágra hafi aukist en segir skattbyrðisprósentur og bótafjárhæðir ekki skipta máli

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að ráð­stöf­un­ar­tekj­ur segi meira um lífs­kjör en skatt­byrði.

Viðurkennir að skattbyrði tekjulágra hafi aukist en segir skattbyrðisprósentur og bótafjárhæðir ekki skipta máli

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra viðurkennir að skattbyrði tekjulægstu fjölskyldna hafi þyngst frá 1998 meðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af farið með lyklavöldin í fjármálaráðuneytinu. Hins vegar segir hann að fjárhæð bóta og skattbyrðisprósentur skipti ekki máli fyrir velferð launafólks heldur einungis þróun ráðstöfunartekna. Þetta kom fram í stefnuræðu hans sem hann flutti á Alþingi rétt í þessu.

„Nýlega kom út skýrsla um skattbyrði launafólks frá því um aldamótin. Horft var aftur til ársins 1998. Niðurstaðan var sú að skattbyrði hefði aukist, sér í lagi hjá þeim tekjulægstu. Og þetta kann að vera rétt en breytir ekki því að annað sjónarhorn segir miklu meiri sögu. Við mælum framfarir og lífskjarasókn mun betur með því að horfa á þróun ráðstöfunartekna en skattbyrði,“ sagði Bjarni og bætti við: „Frá árinu 1998 hafa ráðstöfunartekjur sambúðaraðila á lágmarkslaunum með tvö börn hækkað um u.þ.b. þriðjung á föstu verðlagi. Það er semsagt mun auðveldara að framfleyta sér í dag en það var árið 1998, jafnvel þótt hægt sé að sýna fram á að skattbyrði einstakra tekjuhópa hafi breytt til hins verra. Ég leyfi mér að benda á þetta því það sem skiptir máli fyrir velferð launafólks er ekki fjárhæð bóta eða skattbyrðisprósentur – heldur þær krónur sem fólk hefur milli handanna. Það er það sem málið snýst um. Krónunum hefur líka fjölgað. Kjörin hafa batnað. Og þau hafa batnað með svipuðum hætti hjá öllum tekjuhópum.“

Stundin fjallaði umtalsvert um skattbyrði mismunandi tekjuhópa fyrir síðustu þingkosningar. Þann 22. október síðastliðinn birti blaðið ítarlega úttekt þar sem rakið var hvernig bein skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa jókst í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins á tímabilinu 2013 til 2016. Þá var farið yfir ójafna dreifingu aukinna ráðstöfunartekna milli tekjuhópa. Með því að núvirða tölur Hagstofunnar um aukningu ráðstöfunartekna mismunandi tekjuhópa og skoða í samhengi við fjölda fólks í hverjum hópi mátti sjá að ráðstöfunartekjur þeirra 10 prósenta landsmanna sem höfðu mestar tekjur höfðu aukist um 14 prósent frá árinu 2013. Ráðstöfunartekjur 9. tíundarinnar jukust um 8 prósent, 8. tíundarinnar um 7 prósent, 7. tíundarinnar um 6 prósent og 6. tíundarinnar um 5 prósent. 

Svona dreifist skattbyrðin.Úr umfjöllun Stundarinnar frá því í fyrra.

ASÍ birti svo ítarlega skýrslu um þróun skattbyrði launafólks þann 28. ágúst. Niðurstaða skýrslunnar er sú að skattbyrði allra tekjuhópa hafi aukist á tímabilinu 1998 til 2016 en aukningin sé mest hjá þeim tekjulægstu. „Þegar skoðað er samspil tekjuskatts, útsvars og persónuafsláttar auk barna- og vaxtabóta hefur t.d. skattbyrði para á lágmarkslaunum með tvö börn og lágmarks eigið fé í húsnæði (20%) í heildina aukist um 21 prósentustig á umræddu tímabili,“ segir í samantekt á niðurstöðum skýrslunnar. „Munurinn á skattbyrði tekjulægstu hópanna og þeirra tekjuhærri hefur því minnkað og dregið hefur úr tekjujöfnunarhlutverki skattkerfisins. Kaupmáttaraukning síðustu ára hefur þannig síður skilað sér til launafólks með lægri tekjur en þeirra tekjuhærri vegna vaxandi skattbyrði.“

Meginástæðurnar eru þær að persónuafsláttur hefur ekki fylgt launaþróun. Þá hefur stuðningur vaxtabótakerfisins og stuðningur við leigjendur minnkað verulega vegna þess að bótafjárhæðir og skerðingarmörk hafa ekki hækkað í takt við laun og fasteignaverð. 

Bjarni Benediktsson impraði á því að ekkert ríki mældist með meiri launajöfnuð en Ísland samkvæmt árlegri úttekt OECD á jöfnuði meðal þjóða. „En því er engu að síður haldið fram að launaójöfnuður sé sjálfstætt vandamál og vaxandi. En sá málflutningur stenst enga skoðun eins og niðurstöður OECD bera skýrt með sér. Það væri nær að beina sjónum að tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar,“ sagði hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár