Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þyngri skattbyrði hjá öllum nema tekjuhæstu hópunum

Frá­far­andi rík­is­stjórn hef­ur lagt höf­uð­áherslu á að lækka skatta á fjár­sterk­ustu hópa ís­lensks sam­fé­lags. Um­tals­verð til­færsla á fjár­hags­leg­um byrð­um hef­ur átt sér stað á á tíma­bil­inu 2013 til 2016, ann­ars veg­ar með breyt­ing­um á skatt­kerf­inu þar sem lág­tekju- og milli­tekju­hóp­ar hafa orð­ið útund­an og hins veg­ar með rík­is­af­skipt­um þar sem hið op­in­bera hef­ur nið­ur­greitt einka­skuld­ir fast­eigna­eig­enda með skatt­fé en leyft bót­um að rýrna.

Í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins árin 2013 til 2016 hefur bein skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa aukist meðan álögum hefur verið létt af hátekjuhópum, stóreignafólki, útgerðarfyrirtækjum og álframleiðendum. Ráðstöfunartekjur landsmanna hafa aukist jafnt og þétt en langsamlega mest hjá tekjuhæstu hópum íslensks samfélags.

Þetta er sú mynd sem blasir við þegar rýnt er í tölur ríkisskattstjóra og Hagstofunnar. Ef litið er til beinna skatta sem hlutfalls af heildartekjum er ljóst að skattbyrðin hefur þyngst hjá öllum tekjuhópum nema tekjuhæstu 20 prósentum landsmanna. Með beinum sköttum er átt við almennan tekjuskatt að frádregnum bótum auk útsvars, fjármagnstekjuskatts og auðlegðarskatts. Ef auðlegðarskatturinn er ekki tekinn með í reikninginn kemur í ljós að einungis skattbyrði tekjuhæstu 10 prósentanna hefur minnkað – mest þó skattbyrði þeirra 5 prósenta sem hafa allra hæstar tekjur. 

Skattbyrði hjóna og sambúðarfólks árin 2012 og 2015.

Á sama tímabili hefur virðisaukaskattur á mat verið hækkaður, en slík hækkun leggst þyngst á þá tekjulægstu, sem verja hæstu hlutfalli tekna sinna í mat. Auk þess hefur stjórnarmeirihlutinn þrisvar sinnum fellt tillögur stjórnarandstöðuþingmanna um að aldraðir og öryrkjar fái sambærilegar hækkanir og launþegar á almenna markaðnum. Þannig er ljóst að það svigrúm sem myndast hafði í ríkisfjármálum þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar tók við árið 2013 hefur að mestu leyti verið nýtt til að létta sköttum og skuldum af hinum velmegandi. Um leið hefur fjárfestingarstigi hins opinbera verið haldið í lágmarki og aðhalds verið gætt á flestum sviðum samneyslunnar, svo sem í heilbrigðis- og menntamálum.   

Létt undir með útgerðinni

Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar var að breyta og lækka veiðigjöld á útgerðarfyrirtæki. Ef ekki hefði verið hreyft við sérstaka veiðigjaldinu sem lögfest var í tíð vinstristjórnarinnar árið 2012 hefðu tekjurnar af gjaldinu farið stigvaxandi á því kjörtímabili sem nú er að ljúka.

Sé áætlun um tekjur af veiðigjöldum að óbreyttum lögum vinstristjórnarinnar borin saman við gögn Fiskistofu um álögð veiðigjöld á kjörtímabili hægristjórnarinnar, auk spár um veiðigjöld á yfirstandandi fiskveiðiári, nemur mismunurinn meira en 40 milljörðum króna. Þannig er ljóst að gríðarlegum fjárhagslegum byrðum hefur verið létt af útgerðinni, ekki síst á þeim 10 stærstu útgerðarfyrirtækjum sem nýta meirihluta fiskveiðikvótans og bera þannig hitann og þungann af veiðigjöldunum. Tíu stærstu útgerðir landsins miðað við kvóta eru fyrirtækin HB Grandi, Samherji, Síldarvinnslan, Vinnslustöðin, Ísfélag Vestmannaeyja, Þorbjörn hf., Skinney-Þinganes, Fisk-Seafood, Brim og Rammi. Þessi fyrirtæki styrktu Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn um samtals 5,4 milljónir í fyrra samkvæmt ársreikningum flokkanna.

Annað forgangsmál ríkisstjórnarinnar, strax á sumarþingi 2013, var að afturkalla ákvörðun vinstristjórnarinnar um hækkun virðisaukaskatts á útleigu hótel- og gistiherbergja upp í hið almenna þrep kerfisins. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár