Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur og fyrrverandi hæstaréttardómari, er annar af lögmönnunum sem komið hefur að kaupunum að fjölmiðlum Pressunnar út úr fyrirtækinu. Þetta herma heimildir Stundarinnar. Hinn lögmaðurinn er Sigurður G. Guðjónsson sem er í forsvari fyrir óþekktan hluthafahóp sem keypt hefur fjölmiðlana, Eyjuna, Pressuna, DV og fleiri, af Pressunni fyrir um samtals 600 milljónir.
„Ég svara engum spurningum frá þér um þetta mál“
Jón Steinar segir aðspurður að hann muni ekki ræða málið við Stundina. „Heldur þú að ég myndi tala um þetta við þig ef þetta væri satt? Ef ég er að vinna í málinu eitthvað, sem þú verður bara að geta þér til um, þá er það ekkert sem ég ræði við þig […] Ég svara engum spurningum frá þér um þetta mál væni minn.“ Samkvæmt heimildum Stundarinnar hefur Jón Steinar komið að kaupsamningnum um viðskiptin með fjölmiðla Pressunnar og verið í forsvari fyrir hópinn ásamt Sigurði …
Athugasemdir