Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Engin sátt í sjónmáli um gjaldtöku í sjávarútvegi

Þver­póli­tísk nefnd um gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi á að skila af sér til­lög­um í vet­ur. Við­reisn vill byggja á samn­ing­um milli rík­is­ins og út­gerð­ar­inn­ar á einka­rétt­ar­leg­um grunni og taka mið af frum­varps­drög­um Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar frá síð­asta kjör­tíma­bili og vinnu starfs­hóps Guð­bjarts Hann­es­son­ar

Engin sátt í sjónmáli um gjaldtöku í sjávarútvegi
Gjaldtaka í sjávarútvegi til skoðunar Þverpólitísk nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi á að skila frumvarpsdrögum fyrir jól. Mynd: Pressphotos

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi, vonar að nefndin geti komið sér saman um fyrirkomulag þar sem gerðir verði langtímasamningar milli útgerðarinnar og ríkisins á einkaréttarlegum grunni en jafnframt tryggt að gjaldtaka fyrir nýtingu hinnar sameiginlegu auðlindar endurspegli arðsemi greinarinnar á hverjum tíma. 

 

Vill málamiðlunHanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hefur lagt fram tillögu að umræðugrundvelli sem byggir á vinnu fyrri ríkisstjórnar og markaðssjónarmiðum Viðreisnar.

„Ég hef lagt fram á fundi nefndarinnar minnisblað með hugmynd að umræðugrundvelli,“ segir Hanna Katrín í samtali við Stundina og bætir því við að hugmyndin byggi að hluta til á sjónarmiðum sem Viðreisn hefur haldið á lofti en taki jafnframt mið af vinnu starfshóps Guðbjarts Hannessonar úr tíð vinstristjórnarinnar og frumvarpsdrögum Sigurðar Inga Jóhannssonar frá síðasta kjörtímabili. „Hugmyndin er á þessu stigi ekki nákvæmlega útfærð, en einfaldlega hugsuð sem framlag til málamiðlunar, meðal annars með hliðsjón af því sem unnið hefur verið að í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna,“ segir Hanna Katrín. 

Frumvarpsdrög Sigurðar Inga um fiskveiðistjórnun vöktu hörð viðbrögð árin 2014 og 2015, en þar var lagt til að gerðir yrðu nýtingarsamningar til 23 ára við núverandi handhafa aflaheimilda. Niðurstaða starfshóps Guðbjarts Hannessonar, sem einnig fól í sér samningaleið í sjávarútvegi, var einnig umdeild. Raunar vék vinstristjórnin í veigamiklum atriðum frá niðurstöðum þeirrar nefndar þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, lagði fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða árið 2012. Þar var byggt á úthlutun nýtingarleyfa fremur en að gerðir yrðu einkaréttarlegir samningar milli ríkisins og útgerðarinnar. Þótti ráðstöfun nýtingarleyfa til afmarkaðs tíma betur til þess fallin en samningar að tryggja eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni.

Augljóst að auðlindin sé þjóðareign

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í nefndinni um gjaldtöku í sjávarútvegi, skrifaði nýlega pistil í Kjarnann þar sem hún gagnrýndi að í tillögu Viðreisnar innan nefndarinnar væri ekki fjallað um þjóð­ar­eign á auð­lind­inni heldur byggt á þeirri nálgun að gerðir yrðu samn­ingar milli útgerð­ar­innar og rík­is­ins á einka­rétt­ar­legum grunni. 

Hanna Katrín segist ekki hafa lagt fram formlega tillögu heldur minnisblað. „Að sjálfsögðu er gengið út frá því að fiskveiðiauðlindin sé sameign þjóðarinnar! Það er svo augljóst að það þarf ekki að tiltaka það sérstaklega í vinnuskjali sem þessu,“ segir hún í svari við fyrirspurn Stundarinnar.

„Þær tillögur sem hugmyndin byggir á eiga það sameiginlegt að endurgjald komi fyrir tímabundin veiðiréttindi. Tilgangurinn með afmörkun veiðiréttinda til ákveðins tíma er fyrst og fremst að ná efnislegri, og í verki, viðurkenningu á þjóðareigninni. Ég áttaði mig hreinlega ekki á því að einhverjir nefndarmanna gætu misskilið þetta.“

Þá tekur hún fram að í minnisblaði sínu sé orðrétt fjallað um „sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar“. 

Betra að byggja á leyfum en samningum

Svandís Svavarsdóttir segir í samtali við Stundina að sér finnist lykilatriði að nefndin nái samstöðu um að innleiða auðlindaákvæði í stjórnarskrá og festa þannig varanlega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir auðlindinni. Þetta sé í raun frumforsenda þess að hægt sé að ná sátt um skynsamlega útfærslu á gjaldtöku í sjávarútvegi til frambúðar. 

 

Þjóðareignarákvæði grundvallaratriðiSvandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir mikilvægt að festa varanlega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni.

Hún bendir líka á að í tíð vinstristjórnarinnar hafi á endanum verið lagt upp með að koma á fyrirkomulagi einhliða „leyfa“ eða úthlutunar til afmarkaðs tíma með afmörkuðum skilyrðum, frekar en tvíhliða „samningum“. Sterk rök hefðu hnigið að því að þetta væri betri aðferð til að tryggja eignarrétt þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni heldur en samningar á einkaréttarlegum grunni.

Starfsmaður nefndarinnar segir veiðigjöld aldrei verða meiriháttar tekjustofn

Daði Már Kristófersson, hagfræðingur og ráðgjafi nefndarinnar um gjaldtöku í sjávarútvegi, sagði nýlega í viðtali við Fiskifréttir að veiðigjöld yrðu „aldrei neinn meiriháttar tekjustofn fyrir ríkið“ og að fólk hefði gert sér grillur um umfang rentunnar í íslenskum sjávarútvegi. Daði var einn af stjórnarmönnum Viðreisnar við stofnun flokksins í fyrra og er nú varamaður í stjórninni. Fyrir síðustu þingkosningar kynnti Viðreisn kosningaloforð um stórfellda aukningu innviðafjárfestinga sem fjármögnuð yrði með því að afla ríkissjóði árlega 15 til 20 milljarða tekna úr sjávarútvegi með uppboði aflaheimilda. 

Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók til starfa í byrjun árs 2017 varð ljóst að ekki yrði látið reyna á uppboðsleiðina. Hins vegar skipaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, þingmannanefnd sem falið var að leita leiða til sanngjarnrar gjald­­töku fyrir afnot af fisk­veið­i­­auð­lind­inni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson, en

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár