Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Engin sátt í sjónmáli um gjaldtöku í sjávarútvegi

Þver­póli­tísk nefnd um gjald­töku í sjáv­ar­út­vegi á að skila af sér til­lög­um í vet­ur. Við­reisn vill byggja á samn­ing­um milli rík­is­ins og út­gerð­ar­inn­ar á einka­rétt­ar­leg­um grunni og taka mið af frum­varps­drög­um Sig­urð­ar Inga Jó­hanns­son­ar frá síð­asta kjör­tíma­bili og vinnu starfs­hóps Guð­bjarts Hann­es­son­ar

Engin sátt í sjónmáli um gjaldtöku í sjávarútvegi
Gjaldtaka í sjávarútvegi til skoðunar Þverpólitísk nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi á að skila frumvarpsdrögum fyrir jól. Mynd: Pressphotos

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar og fulltrúi flokksins í nefnd um gjaldtöku í sjávarútvegi, vonar að nefndin geti komið sér saman um fyrirkomulag þar sem gerðir verði langtímasamningar milli útgerðarinnar og ríkisins á einkaréttarlegum grunni en jafnframt tryggt að gjaldtaka fyrir nýtingu hinnar sameiginlegu auðlindar endurspegli arðsemi greinarinnar á hverjum tíma. 

 

Vill málamiðlunHanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hefur lagt fram tillögu að umræðugrundvelli sem byggir á vinnu fyrri ríkisstjórnar og markaðssjónarmiðum Viðreisnar.

„Ég hef lagt fram á fundi nefndarinnar minnisblað með hugmynd að umræðugrundvelli,“ segir Hanna Katrín í samtali við Stundina og bætir því við að hugmyndin byggi að hluta til á sjónarmiðum sem Viðreisn hefur haldið á lofti en taki jafnframt mið af vinnu starfshóps Guðbjarts Hannessonar úr tíð vinstristjórnarinnar og frumvarpsdrögum Sigurðar Inga Jóhannssonar frá síðasta kjörtímabili. „Hugmyndin er á þessu stigi ekki nákvæmlega útfærð, en einfaldlega hugsuð sem framlag til málamiðlunar, meðal annars með hliðsjón af því sem unnið hefur verið að í tíð tveggja síðustu ríkisstjórna,“ segir Hanna Katrín. 

Frumvarpsdrög Sigurðar Inga um fiskveiðistjórnun vöktu hörð viðbrögð árin 2014 og 2015, en þar var lagt til að gerðir yrðu nýtingarsamningar til 23 ára við núverandi handhafa aflaheimilda. Niðurstaða starfshóps Guðbjarts Hannessonar, sem einnig fól í sér samningaleið í sjávarútvegi, var einnig umdeild. Raunar vék vinstristjórnin í veigamiklum atriðum frá niðurstöðum þeirrar nefndar þegar Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, lagði fram frumvarp til laga um stjórn fiskveiða árið 2012. Þar var byggt á úthlutun nýtingarleyfa fremur en að gerðir yrðu einkaréttarlegir samningar milli ríkisins og útgerðarinnar. Þótti ráðstöfun nýtingarleyfa til afmarkaðs tíma betur til þess fallin en samningar að tryggja eignarhald þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni.

Augljóst að auðlindin sé þjóðareign

Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í nefndinni um gjaldtöku í sjávarútvegi, skrifaði nýlega pistil í Kjarnann þar sem hún gagnrýndi að í tillögu Viðreisnar innan nefndarinnar væri ekki fjallað um þjóð­ar­eign á auð­lind­inni heldur byggt á þeirri nálgun að gerðir yrðu samn­ingar milli útgerð­ar­innar og rík­is­ins á einka­rétt­ar­legum grunni. 

Hanna Katrín segist ekki hafa lagt fram formlega tillögu heldur minnisblað. „Að sjálfsögðu er gengið út frá því að fiskveiðiauðlindin sé sameign þjóðarinnar! Það er svo augljóst að það þarf ekki að tiltaka það sérstaklega í vinnuskjali sem þessu,“ segir hún í svari við fyrirspurn Stundarinnar.

„Þær tillögur sem hugmyndin byggir á eiga það sameiginlegt að endurgjald komi fyrir tímabundin veiðiréttindi. Tilgangurinn með afmörkun veiðiréttinda til ákveðins tíma er fyrst og fremst að ná efnislegri, og í verki, viðurkenningu á þjóðareigninni. Ég áttaði mig hreinlega ekki á því að einhverjir nefndarmanna gætu misskilið þetta.“

Þá tekur hún fram að í minnisblaði sínu sé orðrétt fjallað um „sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar“. 

Betra að byggja á leyfum en samningum

Svandís Svavarsdóttir segir í samtali við Stundina að sér finnist lykilatriði að nefndin nái samstöðu um að innleiða auðlindaákvæði í stjórnarskrá og festa þannig varanlega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir auðlindinni. Þetta sé í raun frumforsenda þess að hægt sé að ná sátt um skynsamlega útfærslu á gjaldtöku í sjávarútvegi til frambúðar. 

 

Þjóðareignarákvæði grundvallaratriðiSvandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir mikilvægt að festa varanlega í sessi eignarhald þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni.

Hún bendir líka á að í tíð vinstristjórnarinnar hafi á endanum verið lagt upp með að koma á fyrirkomulagi einhliða „leyfa“ eða úthlutunar til afmarkaðs tíma með afmörkuðum skilyrðum, frekar en tvíhliða „samningum“. Sterk rök hefðu hnigið að því að þetta væri betri aðferð til að tryggja eignarrétt þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni heldur en samningar á einkaréttarlegum grunni.

Starfsmaður nefndarinnar segir veiðigjöld aldrei verða meiriháttar tekjustofn

Daði Már Kristófersson, hagfræðingur og ráðgjafi nefndarinnar um gjaldtöku í sjávarútvegi, sagði nýlega í viðtali við Fiskifréttir að veiðigjöld yrðu „aldrei neinn meiriháttar tekjustofn fyrir ríkið“ og að fólk hefði gert sér grillur um umfang rentunnar í íslenskum sjávarútvegi. Daði var einn af stjórnarmönnum Viðreisnar við stofnun flokksins í fyrra og er nú varamaður í stjórninni. Fyrir síðustu þingkosningar kynnti Viðreisn kosningaloforð um stórfellda aukningu innviðafjárfestinga sem fjármögnuð yrði með því að afla ríkissjóði árlega 15 til 20 milljarða tekna úr sjávarútvegi með uppboði aflaheimilda. 

Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók til starfa í byrjun árs 2017 varð ljóst að ekki yrði látið reyna á uppboðsleiðina. Hins vegar skipaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra, þingmannanefnd sem falið var að leita leiða til sanngjarnrar gjald­­töku fyrir afnot af fisk­veið­i­­auð­lind­inni. Formaður nefndarinnar er Þorsteinn Pálsson, en

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár