Regína og börnin komin með dvalarleyfi: „Við erum svo hamingjusöm og þakklát“

Regína Os­ar­umaese og börn­in henn­ar þrjú, Daniel, Fel­ix og Precious eru kom­in með dval­ar­leyfi hér á landi. Eu­gene, fað­ir barn­anna sem vís­að var úr landi í sum­ar, hyggst sækja aft­ur um dval­ar­leyfi á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar.

Regína og börnin komin með dvalarleyfi: „Við erum svo hamingjusöm og þakklát“
Komin með dvalarleyfi Hér er Regina ásamt sonum sínum, Daniel og Felix. Mynd: No Borders Iceland / Jórunn Edda Helgadóttir

Regína Osarumaese frá Nígeríu og börnin hennar þrjú, Daniel, Felix og Precious hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Kærunefnd útlendingamála tilkynnti fjölskyldunni þetta á mánudag. Niðurstaðan er afar óvenjuleg því það er ekki Regína sjálf sem fær dvalarleyfið heldur Felix, sonur hennar, sem fæddist hér á landi á meðan meðferð málsins stóð yfir. Regína og hin börnin fá svokallað afleitt dvalarleyfi í kjölfarið. Föður barnanna, Eugene, var hins vegar vísað úr landi til Nígeríu í júní síðastliðnum en hann hyggst nú sækja aftur um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 

„Ég vil fá að nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum þeim sem hafa veitt okkur stuðning í gegnum árin,“ segir Regína í samtali við Stundina. „Við erum svo hamingjusöm og þakklát. Nú get ég loksins varpað öndinni léttar,“ segir hún.

Næsta skref sé að fá Eugene, föður barnanna, aftur til landsins en Regína segir það ekki hafa verið auðvelt verkefni að hugsa ein um börnin síðustu mánuði. 

Ekki fordæmisgefandi

Felix fékk dvalarleyfi á grundvelli annarar málsgreinar 74. greinar útlendingalaga en þar segir að heimilt sé að veita útlendingi sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og ekki fengið niðurstöðu í máli sínu innan 18 mánaða eftir að hann sótti fyrst um alþjóðlega vernd dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Samkvæmt greininni er ófrávíkjanlegt skilyrði að viðkomandi hafi skilríki til þess að sanna á sér deili, en það hafði Regína ekki. En þar sem Felix fæddist hér á landi þá þótti sannað hver hann væri,“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður fjölskyldunnar, í samtali við Stundina. 

Hún segir ólíklegt að málið verði fordæmisgefandi fyrir fjölskyldur annarra barna sem einnig hafa fæðst hér á landi við meðferð mála. „Þetta lagaákvæði sem barnið fékk dvalarleyfi á grundvelli er mjög sértækt. Þeirra mál byrjaði áður en kærunefnd útlendingamála tók til starfa og eftir að það gerðist hefur málsmeðferðartíminn styst mjög mikið í þessum málum. Þetta var extra löng málsmeðferð og eins og þetta lagaákvæði er þá þarf átján mánuði á þessum tveimur stjórnsýslustigum til þess að þetta ákvæði gæti komið til skoðunar. Þannig þetta er mjög sérstök staða. Málsmeðferðartíminn hefur styst mjög mikið þannig það er ólíklegt að börn hælisleitenda sem fæðast á Íslandi falli þarna undir.“

Í umfjöllun Stundarinnar um stöðu barna sem koma hingað til lands í leit að alþjóðlegri vernd á síðasta ári kom meðal annars fram að Útlendingastofnun hefur ekki litið svo á að börn séu aðilar í málum sem varðar líf þeirra og framtíð. Einungis sé horft í stöðu foreldra þeirra. Börnin fylgja síðan foreldrunum í gegnum málsmeðferðina, það er ef ekki er um fylgdarlaus börn að ræða. Auður segir mjög jákvætt að sjá í úrskurði kærunefndarinnar að sérstaklega er fjallað um að Felix hafi við fæðingu öðlast stöðu aðila máls. „Þá er hann að fá sína eigin umfjöllun sem aðili, sem er mjög jákvætt með tilliti til réttinda barna,“ segir Auður Tinna. „Aftur á móti hefur verið fjallað um þær greinar úr barnasáttmálanum um að ekki megi vísa börnum úr landi sem hafa verið skráð hér frá upphafi og í greinargerð til kærunefndar byggðum við meðal annars á því að fjölskyldan ætti að fá dvalarleyfi á þeim grundvelli að tvö barnanna féllu þar undir. Kærunefndin fjallaði hins vegar ekkert um þá málsástæðu. 

Börn sem þekkja aðeins líf á Íslandi

Brottvísun Eugene mótmæltRegína fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu þegar brottvísun Eugene var mótmælt.

Stundin hefur fjallað ítarlega um fjölskylduna undanfarið ár. Regina og Eugene koma bæði frá Nígeríu og flúðu bæði landið vegna ofsókna. Regína hefur ekki komið til Nígeríu síðan hún var sex ára gömul en þá flúði hún til Líbíu ásamt systur sinni. Leiðir þeirra systra skildu hins vegar árið 2008 þegar Regina flúði til Ítalíu, en þar kynntist Eugene. Elsti sonur þeirra, Daniel, fæddist á Ítalíu en hann er nú fimm ára gamall. Hann var því einungis tæplega tveggja ára þegar fjölskyldan kom hingað til lands fyrir um þremur árum síðan. Yngri börnin tvö, Felix og Precious, fæddust hér á landi og þekkja ekkert annað en lífið á Íslandi.

Málið hefur vakið talsverða athygli hér á landi en efnt var til mótmæla við lögreglustöðina á Hverfisgötu þegar Eugene var vísað úr landi í sumar. Hann var kominn með tímabundið atvinnuleyfi og hafði unnið á veitingastaðnum Sægreifanum í Reykjavík í fimm daga þegar lögreglan handtók hann í þeim tilgangi að vísa honum úr landi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu