Fjárfestingarfélagið Kjölfesta, sem er í eigu íslenskra lífeyrissjóða, hefur selt hlutabréf sín í fyrirtækinu Eva Consortium sem er móðurfélag einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar. Þetta kemur fram í ársreikningum Kjölfestu og Evu fyrir síðasta ár. Kjölfesta, stærstu hluthafar hvers eru Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Stapi, fjárfesti í Evu Consortium árið 2014, fyrir opnun Klíníkurinnar en Eva rak þá heimahjúkrunarfyrirtækið Sinnum meðal annars.
Framkvæmdastjóri Kjölfestu, Valdimar Svavarsson, segir að hlutabréfin sem Kjölfesta átti í Evu – um 20 prósenta hlutur – hafi verið seld til hinna eigenda félagsins. Aðrir hluthafar eru eignarhaldsfélög í eigu Ásdísar Höllu Bragadóttur, Ástu Þórarinsdóttur og Guðbjargar Matthíasdóttur, útgerðarkonu frá Vestmannaeyjum. „Kjölfesta keypti á sínum tíma hlut í Evu og var þarna í einhver tvö ár. Þessi sjóður er með skamman líftíma og verður leystur upp 2019. Sjóðurinn fjárfestir aðallega í óskráðum félögum. Í október í fyrra seldi félagið hlut sinn í félaginu og það er ekkert annað …
Athugasemdir