Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Þingmenn funduðu með forseta um uppreist æru

„Ég vildi fá fram hans sjón­ar­mið í þessu máli og hann tók vel í það,“ seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, í sam­tali við Stund­ina.

Þingmenn funduðu með forseta um uppreist æru

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur átt fundi með þingmönnum um veitingu uppreist æru og ætlar að skýra betur afstöðu sína í þeim efnum á næstunni.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd, fór á fund Guðna á mánudag. „Ég vildi fá fram hans sjónarmið í þessu máli og hann tók vel í það. Það var gagnlegt að ræða við hann,“ segir Þórhildur í samtali við Stundina en samkvæmt heimildum blaðsins hafa fleiri þingmenn fundað með forseta.

Bæði allsherjar- og menntamálanefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis funda um verklag við veitingu uppreistar æru í dag. Fundur fyrri nefndarinnar verður sýndur í beinni útsendingu á vef Alþingis, en dómsmálaráðherra hefur boðað breytingar á lagaákvæðum um uppreist æru.

Fram kom í síðustu viku að Guðni forseti hygðist ekki tjá sig um veitingu uppreistar æru til barnaníðings sem dæmdur var árið 2004 fyrir að hafa misnotað stjúpdóttur sína í 12 ár frá því hún var um fimm ára gömul. Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, lagði til í fyrra að maðurinn yrði sæmdur óflekkuðu mannorði. Forseti undirritaði tillöguna, í samræmi við viðteknar stjórnskipunarvenjur, þann 16. september, sama dag og barnaníðingurinn Robert Downey fékk uppreist æru.

Þegar mál Downeys komst í hámæli steig Guðni fram í fjölmiðlum og benti á að ákvörðun um uppreist æru væri ekki tekin af honum sjálfum heldur í innanríkisráðuneytinu. Hann sagðist miður sín yfir málinu, ekki biðja um vorkunn en óska eftir að fólk sýndi sér sanngirni að teknu tilliti til málsmeðferðarinnar. Sem kunnugt er bera ráðherrar ábyrgð á stjórnarathöfnum öllum samkvæmt stjórnarskrá en forseti veitir þeim gildi með undirskrift sinni. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forseti Íslands

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár