Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

„Tímabært að Alþingi hlusti á þolendur og aðstandendur þeirra“

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata, hef­ur far­ið fram á að Berg­ur Þór Ing­ólfs­son, fað­ir brota­þola, verði þriðji gest­ur alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar á mið­viku­dag­inn.

„Tímabært að Alþingi hlusti á þolendur og aðstandendur þeirra“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, hefur farið fram á að Bergi Þór Ingólfssyni, föður eins af brotaþolum Roberts Downey, verði boðið á opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar um veitingu uppreist æru sem fram fer á miðvikudaginn. 

„Það er löngu orðið tímabært að Alþingi hlusti á þolendur og aðstandendur þeirra, öfugt við það sem alltof lengi hefur tíðkast,“ segir Þórhildur í samtali við Stundina. Hún segir stjórnarmeirihlutann á Alþingi hafi brugðist í máli Roberts Downey. Brotaþolar og aðstandendur þeirra hafi rekist á vegg þegar óskað var upplýsinga um málið og þingmenn meirihlutans hafi forðast að taka málið til gagngerrar umræðu.

„Þessu þarf að breyta. Alþingi verður að hlusta á brotaþola og aðstandendur, öfugt við það sem meirihlutinn hefur gert hingað til í þessu máli,“ segir hún. Eðlilegt fyrsta skref sé að rödd Bergs Þórs, fái að heyrast á fundi þingnefndarinnar, enda hafi framlag hans, sem aðstandanda brotaþola, til umræðunnar um uppreist æru verið mikilvægt.

Að því er fram kemur á vef Alþingis verða Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra auk fulltrúa dómsmálaráðuneytisins gestir fundarins.

Bergur segir í samtali við Stundina að hann muni þiggja að verða þriðji gestur nefndarinnar, en annars mæti hann á opna fundinn og fylgist með. 

Mikil reiði blossaði upp í vor eftir að greint var frá því að kynferðisbrotamaðurinn Robert Downey hefði fengið uppreist æru og öðlast lögmannsréttindi á ný. Robert var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2008 fyrir að brjóta gegn fjórum stúlkum, einni sem var fjórtán ára þegar brotin voru framin og þremur sem voru fimmtán ára. Hann komst í samband við stúlkurnar með blekkingum og tældi þær til kynmaka með peningagjöfum. Árið 2010 var hann dæmdur á ný fyrir brot gegn fimmtu stúlkunni án þess að honum væri gerð refsing í því máli. Ólöf Nordal, þáverandi innanríkisráðherra, lagði til við forseta Íslands þann 14. september 2016 að Robert fengi uppreist æru og óflekkað mannorð en bréfið var undirritað af Guðna Th. Jóhannessyni forseta tveimur dögum síðar og öðlaðist þá formlegt gildi. 

Stundin greindi svo frá því á föstudag að sama daginn hefði maður, sem dæmdur var árið 2004 fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni nær daglega frá því hún var um 5 ára gömul þar til hún var tæplega 18 ára, fengið uppreist æru.

Um er að ræða þyngsta dóm sem fallið hafði vegna kynferðisbrota gegn barni á þessum tíma, en Hæstiréttur taldi einsýnt að maðurinn hefði gerst sekur um „grófa kynferðislega misnotkun gagn­vart kæranda sem stóð yfir í langan tíma, eða um 12 ár allt frá unga aldri hennar“.

Fram kom í viðtali við Þórhildi Sunnu á Vísi.is í gær að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, hefði tjáð nefndarmönnum að ekki mætti ræða efnislega um málsmeðferðina þegar Robert Downey var veitt uppreist æru á fundinum sem fram fer á miðvikudag, enda yrði fundurinn opinn. Þórhildur segir í samtali við Stundina að hún bíði nú eftir rökstuðningi fyrir þessu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár