Launaskrið lítið miðað við spennuna á vinnumarkaði

At­vinnu­rek­end­ur flytja inn starfs­fólk frek­ar en að keppa sín á milli um það vinnu­afl sem fyr­ir er með yf­ir­boð­um í laun­um. Lækk­un virð­is­auka­skatts ætti að halda verð­bólgu í skefj­um að því er fram kem­ur í árs­fjórð­ungs­riti Seðla­bank­ans sem kom út í dag.

Launaskrið lítið miðað við spennuna á vinnumarkaði

Launaskrið er lítið á Íslandi miðað við þá spennu sem ríkir á vinnumarkaði. Skýringin er líklega sú að atvinnurekendur flytja inn starfsfólk frekar en að keppa sín á milli um það vinnuafl sem fyrir er með yfirboðum í launum.

Þetta kemur fram í Peningamálum, ársfjórðungsriti Seðlabankans, sem birt var í dag. Launahækkanir sem kveðið er á um í kjarasamningum og tóku gildi í maí og júní hafa komið fram í launavísitölu Hagstofunnar í samræmi við það sem gert var ráð fyrir í maíspá bankans. Launavísitalan hækkaði um 3,1% milli fjórðunga og um 6,7% frá fyrra ári en kaupmáttur launa jókst um 4,8%. Auk þess eru verðbólguhorfur áþekkar því sem spáð var í maí og talið að verðbólga verði komin í 2% á seinni hluta ársins.

Fram kemur að fyrirhuguð lækkun virðisaukaskatts, sem áætlað er að taki gildi í byrjun ársins 2019, ætti að draga talsvert úr verðbólgu, en án áhrifa þeirrar lækkunar næði verðbólga hámarki í 3,4% um mitt ár 2019. 

Bent er á að verðbólguhorfur eru háðar ótal óvissuþáttum. Þannig geti áframhaldandi lækkun krónunnar valdið meiri innfluttum verðbólguþrýstingi en gert er ráð fyrir í spám bankans, en janframt geti spenna á vinnumarkaði og aukning einkaneyslu heimila verið vanmetin. 

„Hækkun húsnæðisliðar verðbólgunnar gæti einnig verið vanmetin ef núverandi ójafnvægi á húsnæðismarkaði ágerist enn frekar. Einnig gæti svigrúm fyrirtækja til að taka á sig frekari kostnaðarhækkanir verið komið að þolmörkum. Eftirspurnarþrýstingur gæti auk þess verið vanmetinn ef slökun á aðhaldsstigi opinberra fjármála reynist enn meiri en grunnspáin gerir ráð fyrir,“ segir í Peningamálum.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í dag að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. „Útlit er fyrir að hagvöxtur í ár verði hraður eins og á síðasta ári en nokkru hægari en spáð var í maíhefti Peningamála. Hagvöxturinn er einkum drifinn af vexti ferðaþjónustu og einkaneyslu auk þess sem útlit er fyrir slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem birt var í morgun. Bent er á að spenna í þjóðarbúskapnum kalli á peningalegt aðhald. Aðhaldsstigið ráðist af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
5
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár