Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Launaskrið lítið miðað við spennuna á vinnumarkaði

At­vinnu­rek­end­ur flytja inn starfs­fólk frek­ar en að keppa sín á milli um það vinnu­afl sem fyr­ir er með yf­ir­boð­um í laun­um. Lækk­un virð­is­auka­skatts ætti að halda verð­bólgu í skefj­um að því er fram kem­ur í árs­fjórð­ungs­riti Seðla­bank­ans sem kom út í dag.

Launaskrið lítið miðað við spennuna á vinnumarkaði

Launaskrið er lítið á Íslandi miðað við þá spennu sem ríkir á vinnumarkaði. Skýringin er líklega sú að atvinnurekendur flytja inn starfsfólk frekar en að keppa sín á milli um það vinnuafl sem fyrir er með yfirboðum í launum.

Þetta kemur fram í Peningamálum, ársfjórðungsriti Seðlabankans, sem birt var í dag. Launahækkanir sem kveðið er á um í kjarasamningum og tóku gildi í maí og júní hafa komið fram í launavísitölu Hagstofunnar í samræmi við það sem gert var ráð fyrir í maíspá bankans. Launavísitalan hækkaði um 3,1% milli fjórðunga og um 6,7% frá fyrra ári en kaupmáttur launa jókst um 4,8%. Auk þess eru verðbólguhorfur áþekkar því sem spáð var í maí og talið að verðbólga verði komin í 2% á seinni hluta ársins.

Fram kemur að fyrirhuguð lækkun virðisaukaskatts, sem áætlað er að taki gildi í byrjun ársins 2019, ætti að draga talsvert úr verðbólgu, en án áhrifa þeirrar lækkunar næði verðbólga hámarki í 3,4% um mitt ár 2019. 

Bent er á að verðbólguhorfur eru háðar ótal óvissuþáttum. Þannig geti áframhaldandi lækkun krónunnar valdið meiri innfluttum verðbólguþrýstingi en gert er ráð fyrir í spám bankans, en janframt geti spenna á vinnumarkaði og aukning einkaneyslu heimila verið vanmetin. 

„Hækkun húsnæðisliðar verðbólgunnar gæti einnig verið vanmetin ef núverandi ójafnvægi á húsnæðismarkaði ágerist enn frekar. Einnig gæti svigrúm fyrirtækja til að taka á sig frekari kostnaðarhækkanir verið komið að þolmörkum. Eftirspurnarþrýstingur gæti auk þess verið vanmetinn ef slökun á aðhaldsstigi opinberra fjármála reynist enn meiri en grunnspáin gerir ráð fyrir,“ segir í Peningamálum.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í dag að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. „Útlit er fyrir að hagvöxtur í ár verði hraður eins og á síðasta ári en nokkru hægari en spáð var í maíhefti Peningamála. Hagvöxturinn er einkum drifinn af vexti ferðaþjónustu og einkaneyslu auk þess sem útlit er fyrir slökun í aðhaldi opinberra fjármála í ár,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndar sem birt var í morgun. Bent er á að spenna í þjóðarbúskapnum kalli á peningalegt aðhald. Aðhaldsstigið ráðist af framvindu efnahagsmála og annarri hagstjórn.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár