Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ráðherrar svara of seint

Ráð­herr­ar eiga enn eft­ir að svara 55 fyr­ir­spurn­um frá síð­asta þingári en þeim ber skylda sam­kvæmt þing­skap­ar­lög­um til að svara inn­an fimmtán daga.

Ráðherrar svara of seint
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eiga enn eftir að svara fyrirspurnum þingmanna frá síðasta þingári. Mynd: Pressphotos

Enn eiga ráðherrar eftir að svara miklum fjölda fyrirspurna þingmanna sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Þá hafa ráðherrar varið um 32 dögum að meðaltali í því að svara fyrirspurnum þegar þeim ber skylda samkvæmt þingskaparlögum að svara eigi síðar en fimmtán dögum eftir að fyrirspurn barst.

Á síðasta þingi lögðu þingmenn fram 299 fyrirspurnir og á enn eftir að svara 55 þeirra þrátt fyrir að síðustu fyrirspurnirnar hafi borist fyrir rúmum þremur mánuðum. Flestum fyrirspurnum úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar á Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eftir að svara, eða 15 fyrirspurnum. Meðal þeirra eru til dæmis fyrirspurn Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata, um skipan dómara í Landsrétt og fyrirspurn Iðunnar Garðarsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna, um rannsóknir á vændiskaupum.

Þá eiga Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, báðir eftir að svara níu fyrirspurnum. Á meðal þeirra sem Benedikt á eftir að svara er fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um húsnæði ríkisstofnana, en fyrirspurnin var lögð fram þann 21. febrúar, eða fyrir rúmu hálfu ári og er sú elsta sem á eftir að svara. 

Engum ráðherra ríkisstjórnarinnar hefur tekist að fylgja eftir ákvæði þingskaparlaga um að svör skuli berast innan fimmtán daga og eru útistandandi fyrirspurnir hjá öllum ráðherrum. Best standa Jón Gunnarsson, sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en þau eiga bæði eftir að svara einni fyrirspurn hvort.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
1
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu