Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðherrar svara of seint

Ráð­herr­ar eiga enn eft­ir að svara 55 fyr­ir­spurn­um frá síð­asta þingári en þeim ber skylda sam­kvæmt þing­skap­ar­lög­um til að svara inn­an fimmtán daga.

Ráðherrar svara of seint
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eiga enn eftir að svara fyrirspurnum þingmanna frá síðasta þingári. Mynd: Pressphotos

Enn eiga ráðherrar eftir að svara miklum fjölda fyrirspurna þingmanna sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Þá hafa ráðherrar varið um 32 dögum að meðaltali í því að svara fyrirspurnum þegar þeim ber skylda samkvæmt þingskaparlögum að svara eigi síðar en fimmtán dögum eftir að fyrirspurn barst.

Á síðasta þingi lögðu þingmenn fram 299 fyrirspurnir og á enn eftir að svara 55 þeirra þrátt fyrir að síðustu fyrirspurnirnar hafi borist fyrir rúmum þremur mánuðum. Flestum fyrirspurnum úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar á Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eftir að svara, eða 15 fyrirspurnum. Meðal þeirra eru til dæmis fyrirspurn Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata, um skipan dómara í Landsrétt og fyrirspurn Iðunnar Garðarsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna, um rannsóknir á vændiskaupum.

Þá eiga Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, báðir eftir að svara níu fyrirspurnum. Á meðal þeirra sem Benedikt á eftir að svara er fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um húsnæði ríkisstofnana, en fyrirspurnin var lögð fram þann 21. febrúar, eða fyrir rúmu hálfu ári og er sú elsta sem á eftir að svara. 

Engum ráðherra ríkisstjórnarinnar hefur tekist að fylgja eftir ákvæði þingskaparlaga um að svör skuli berast innan fimmtán daga og eru útistandandi fyrirspurnir hjá öllum ráðherrum. Best standa Jón Gunnarsson, sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en þau eiga bæði eftir að svara einni fyrirspurn hvort.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár