Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Ráðherrar svara of seint

Ráð­herr­ar eiga enn eft­ir að svara 55 fyr­ir­spurn­um frá síð­asta þingári en þeim ber skylda sam­kvæmt þing­skap­ar­lög­um til að svara inn­an fimmtán daga.

Ráðherrar svara of seint
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eiga enn eftir að svara fyrirspurnum þingmanna frá síðasta þingári. Mynd: Pressphotos

Enn eiga ráðherrar eftir að svara miklum fjölda fyrirspurna þingmanna sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Þá hafa ráðherrar varið um 32 dögum að meðaltali í því að svara fyrirspurnum þegar þeim ber skylda samkvæmt þingskaparlögum að svara eigi síðar en fimmtán dögum eftir að fyrirspurn barst.

Á síðasta þingi lögðu þingmenn fram 299 fyrirspurnir og á enn eftir að svara 55 þeirra þrátt fyrir að síðustu fyrirspurnirnar hafi borist fyrir rúmum þremur mánuðum. Flestum fyrirspurnum úr ráðherraliði ríkisstjórnarinnar á Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra eftir að svara, eða 15 fyrirspurnum. Meðal þeirra eru til dæmis fyrirspurn Jóns Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata, um skipan dómara í Landsrétt og fyrirspurn Iðunnar Garðarsdóttur, varaþingmanns Vinstri grænna, um rannsóknir á vændiskaupum.

Þá eiga Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, báðir eftir að svara níu fyrirspurnum. Á meðal þeirra sem Benedikt á eftir að svara er fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um húsnæði ríkisstofnana, en fyrirspurnin var lögð fram þann 21. febrúar, eða fyrir rúmu hálfu ári og er sú elsta sem á eftir að svara. 

Engum ráðherra ríkisstjórnarinnar hefur tekist að fylgja eftir ákvæði þingskaparlaga um að svör skuli berast innan fimmtán daga og eru útistandandi fyrirspurnir hjá öllum ráðherrum. Best standa Jón Gunnarsson, sveitarstjórnar- og samgöngumálaráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en þau eiga bæði eftir að svara einni fyrirspurn hvort.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu