Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður Alþýðubandalagsins og íbúi við Vatnsstíg í miðborg Reykjavíkur, sem þrýsti á að málað yrði yfir vegglistaverk af sjómanni á Sjávarútvegshúsinu, kvartar undan því að Reykjavík sé „útbíuð af skrauti“ og spyr hver staða stjórnenda borgarinnar sé gagnvart þeim sem „ástunda veggjakrot á eignir borgarbúa og staðhæfa margir hverjir að þar sé um listaverk að ræða“.
Sú ákvörðun að mála yfir listaverkið hefur verið hörmuð af mörgum, en greint var frá því að Hjörleifur Guttormsson hefði, sem íbúi í borginni, þrýst á að málað yrði yfir verkið. Hjörleifur útskýrir hins vegar í grein í Morgunblaðinu að þegar hefði verið ákveðið að málverkið væri tímabundið. Hann er ósáttur við að ekki hafi farið fram grenndarkynning á málverkinu, áður en það varð að veruleika og vísar í lagaákvæði um að „grenndarkynning felst í því að skipulagsnefnd kynnir nágrönnum sem taldir eru geta haft hagsmuna að gæta leyfisumsókn eða tillögu …
Athugasemdir