Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana

Ung kona sem berst við krabba­mein og safn­aði áheit­um í Reykja­vík­ur­m­ara­þon­inu undr­ast að Ís­lands­banki láti draga frá hluta fjár­hæð­ar­inn­ar sem heit­ið var á hana og átti að renna til stuðn­ings­fé­lags ungs fólks með krabba­mein. Hluti áheita sem safn­ast eru tekn­ar í kostn­að af kynn­ingu, en Lára Guð­rún Jó­hönnu­dótt­ur seg­ist hafa kynnt bank­ann í bak og fyr­ir með þátt­töku sinni.

Gagnrýnir að Íslandsbanki „steli“ hluta af áheitum á hana
Lára Guðrún Jóhönnudóttir Hljóp 10 kílómetra til stuðnings ungu fólki með krabbamein, til að safna áheitum, og gagnrýnir að Íslandsbanki taki hluta upphæðarinnar sem fólk lagði fram. Mynd: Hallur Karlsson

Ung kona með krabbamein, sem hljóp í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Krafti - félagi ungs fólks með krabbamein, gagnrýnir að Íslandsbanki, sem hagnaðist um 20 milljarða króna í fyrra og 8 milljarða fyrstu sex mánuði ársins, láti draga frá hluta fjárhæðarinnar sem safnast í áheit á hlaupara vegna kostnaðar við kynningu og vefsíðugerð. Íslandsbanki brást við gagnrýni hennar í kvöld og ákvað að láta af frádrættinum.

Konan, Lára Guðrún Jóhönnudóttir, benti á að hún hefði sjálf kynnt Íslandsbanka og Reykjavíkurmaraþonið ótæpilega í ferlinu og því ætti ekki að fjármagna kynningu með áheitum fólks til Krafts. Hún gagnrýnir frádráttinn af áheitum í færslu á Facebook í dag, þar sem augljóst sé að Íslandsbanki hljóti verulega kynningu frá áheitasöfnurunum sjálfum.

„Hey Íslandsbanki ! Ég greiddi þátttökugjaldið, sem var 6.500 kr. Ég auglýsti ykkur frítt með hlaupanúmerinu sem mér var sagt að næla framan á mig, ég fór í forsíðuviðtal í Fréttablaðinu og auglýsti Reykjavíkurmaraþonið, aftur, endurgjaldslaust. Ég deildi hlaupastyrks síðunni linnulaust og böggaði vini og ættingja stanslaust í svona 12 vikur. Vefsíðan er smekkfull af Íslandsbankamerkingum, þetta var enn og aftur, vinna fyrir mig, frí auglýsing fyrir ykkur,“ segir Lára Guðrún.

„Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI! Í fullkomnum heimi ættuð þið frekar að borga mér fyrir alla vinnuna sem ég gaf ykkur til þess að auglýsa bankann án endurgjalds. Kallið mig barnalega fyrir að halda að 800.000 kr. renni óskertar til góðs málefnis. Og afsakið orðbragðið en fokk this!!! Ég er búin að borga fyrir þátttöku mína. Ég er búin að borga fyrir yfirbygginguna. Ég er búin að auglýsa ykkur frítt.“

Uppfært: Íslandsbanki sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem fram kom að bankinn hefur ákveðið að hætta við að draga frá hluta af fjárhæðinni sem safnast. Yfirlýsing kom vegna umræðu um réttmæti þess.

Um 5 prósent af þeirri fjárhæð sem safnast í áheit hefur runnið til vefsíðugerðar, kynningar og í annan kostnað. Í fyrra söfnuðust tæplega 100 milljónir króna í áheitum, sem myndi jafngilda 5 milljónum króna. Þá greiddu um 14 þúsund manns gjald fyrir þátttöku. Þar af má áætla að á milli 30 og 40 milljónir króna hafi verið greiddar vegna þátttöku í 10 kílómetra hlaupi, 15 til 20 milljónir vegna hálfmaraþons, um 15 milljónir króna vegna maraþons. Að auki tóku þúsundir þátt í skemmtiskokki og furðufatahlaupi.

Lára Guðrún steig fram í viðtali við Fréttablaðið fyrir Reykjavíkurmaraþonið þar sem hún sagði sögu sína. Hún sagði frá því að hún hefði farið í brjóstnám í mars, að hún hefði misst móður sína sautján ára úr krabbameini og lýsti áföllunum sem fylgja krabbameini. Í viðtalinu, sem hlaut miklar undirtektir og var deilt yfir fimm þúsund sinnum á Facebook af vefsíðu Fréttablaðsins, Vísi.is, voru hlekkir á vefinn hlaupastyrkur.is.

Í viðtalinu lýsti Lára Guðrún einnig þeim erfiðleikum sem krabbameinsveikir ganga í gegnum vegna skrifræðis og kerfis.

„Fólk er í lélegri samningsstöðu þegar það er með krabbamein. Það er veikt og hefur ekki þrek til að miðla þekkingu sinni um kerfið og þarfir til breytinga og bóta. Það er enginn sem kemur og er með uppskrift að krabbameinsferli, þetta er einnig svo einstaklingsbundinn sjúkdómur. Það eru auðvitað starfandi félagsráðgjafar en þeirra starfssvið er takmarkað. Af hverju þarf þetta að vera svona flókið? Af hverju þurfum við að fara í gegnum margar stofnanir? Stéttarfélagið, Sjúkratryggingar, félagsmálabatteríið, Tryggingastofnun. Þetta er full vinna, ég var stanslaust að frá 8-4 á daginn. Gera og græja, fara með pappíra, láta stinga mig og skoða. Halda utan um þetta allt saman. Ég var örmagna úr skrifræðisþreytu. Ég held ég sé að segja rétt frá því að í Noregi er félagsráðgjafi sem segir bara: Hæ, ég er aðstoðarmaður þinn í þessari krabbameinsmeðferð. Ég óska þess að það sé þannig líka hér. Það væri þörf og dýrmæt breyting. Það þarf auðvitað byltingu, en þetta, ásamt því að hætta að láta krabbameinssjúka taka upp veskið, er góð byrjun.“

Gagnrýni Láru Guðrúnar á Íslandsbanka

Hey Íslandsbanki ! Ég greiddi þátttökugjaldið, sem var 6.500 kr. Ég auglýsti ykkur frítt með hlaupanúmerinu sem mér var sagt að næla framan á mig, ég fór í forsíðuviðtal í Fréttablaðinu og auglýsti Reykjavíkurmaraþonið, aftur, endurgjaldslaust. Ég deildi hlaupastyrks síðunni linnulaust og böggaði vini og ættingja stanslaust í svona 12 vikur. Vefsíðan er smekkfull af Íslandsbankamerkingum, þetta var enn og aftur, vinna fyrir mig, frí auglýsing fyrir ykkur.

Ég safnaði hárri upphæð, lokatalan er ekki enn komin, enda hægt að heita á mig þar til á miðnætti annað kvöld. Ég var fullkomlega berskjölduð að ræða opinberlega um erfiða atburði í lífi mínu af því ég trúði því að það væri til góðs. Alveg svona 100% óskert til góðs.

Lára Guðrún og fjölskyldaHún safnaði um 800 þúsund krónum í áheit. Gera má ráð fyrir að 40 þúsund af því sé dregið frá vegna kostnaðar við kynningu.

Hagnaður Íslandsbanka er stjarnfræðilegur. STJARNFRÆÐILEGUR!

Ætliði í ALVÖRUNNI ALVÖRUNNI að stela (mér líður eins og þetta sé rán um hábjartan dag) óræðum hluta af peningunum sem ÉG safnaði, í góðri trú að rynni óskertur til Krafts - stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandanda þeirra fyrir rekstrarkostnað?! Í ALVÖRUNNI!

Í fullkomnum heimi ættuð þið frekar að borga mér fyrir alla vinnuna sem ég gaf ykkur til þess að auglýsa bankann án endurgjalds.

Kallið mig barnalega fyrir að halda að 800.000 kr. renni óskertar til góðs málefnis.

Og afsakið orðbragðið en fokk this!!! Ég er búin að borga fyrir þátttöku mína. Ég er búin að borga fyrir yfirbygginguna. Ég er búin að auglýsa ykkur frítt.

Haldið töflufund og athugið hvort þið finnið ekki 5 milljónir til þess að spreða í þennan kostnað. Látið hlaupastyrkinn vera. Þetta er klink fyrir ykkur. Þið eigið næsta leik.

VIÐBÓT: Ég stóð við mitt og kláraði þessa 10 km. þvert gegn læknisráði af því að ég var búin að gefa loforð, loforð um að skrölta alla þessa kílómetra gegn því að fólk myndi styrkja málefni sem er mér svo gríðarlega mikilvægt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár