Flokkur fólksins hefur verið á miklu flugi í fylgiskönnunum í sumar og dregið til sín stuðning úr ýmsum áttum. Í þjóðarpúlsi Gallup í júlí sögðust 8,4 prósent kjósenda myndu greiða honum atkvæði sitt. Litlu færri lýstu stuðningi við flokkinn í könnun MMR. Því er ekki úr vegi að taka Flokk fólksins til skoðunar, greina innvolsið og athuga hvers konar stjórnmálaflokkur hér er á ferðinni.
Gegn fátækt
Meginstefið í málflutningi formannsins, Ingu Sæland, hefur klárlega verið barátta gegn fátækt á Íslandi. Á sumarfundi flokksins var kallað eftir „samstöðu allra Íslendinga um að fátækt og mismunun sé útrýmt með meiri ábyrgð þeirra sem stjórna, þannig að þeir vinni sem einn fyrir alla og allir fyrir einn“. Inga hefur sagt að fátækt á Íslandi sé þjóðarskömm og hefur sakað vinstri flokkana um að hafa gefist upp í baráttunni fyrir bættum kjörum almennings í landinu.
En til viðbótar baráttunni gegn fátækt hefur Inga Sæland …
Athugasemdir