Kaupverðið á tæknifrjóvgunarfyrirtækinu Art Medica í fyrra nam samtals tæplega 200 milljónum króna samkvæmt heimildum Stundarinnar. Sænska tæknifrjóvgunarfyrirtækið IVF Sverige varð þá stærsti einstaki eigandi þess með 51 prósents hlut á móti 49 prósenta hlut þriggja íslenskra starfsmanna fyrirtækisins. Í nýbirtum ársreikningi IVF Iceland ehf., fyrirtækisins sem á og rekur þá tæknifrjóvgunarstarfsemi sem Art Medica rak áður, er fyrirtækið bókfært á rúmlega 184 milljónir króna. Í ársreikningnum kemur fram að kaupverðið hafi meðal annars verið fjármagnað með láni upp á rúmlega 150 milljónir króna frá sænska móðurfélaginu.
Með sölu á fyrirtækinu högnuðust eigendur Art Medica, Guðmundur Arason og Þórður Óskarsson, því verulega. Sá hagnaður bætist við rúmlega 400 milljóna króna arðgreiðslur út úr fyrirtækinu í eigendatíð þeirra; arður sem að langmestu leyti var tekinn út á síðustu árum. Meðal annars var greiddur út 256 milljóna arður út úr fyrirtækinu árið 2014 og 56 milljóna arður 2015. Samtals er …
Athugasemdir