Úkraínskur banki sem fjárfestirinn og skákmeistarinn Margeir Pétursson á og stýrir kom sér hjá því að greiða 400 milljóna króna skuld við þrotabú Sparisjóðabankans með viðskiptum við aflandsfélag á Tortólu sem heitir Falona Enterprises Inc. Eignarhald þess er á huldu.
Málaferli um skuldina hafa staðið yfir um árabil í Úkraínu og hafnaði hæstiréttur þar í landi endurupptökukröfu þrotabúsins, sem heitir SPB ehf., í málinu í mars á þessu ári. Upplýsingar um umrætt Tortólafélag koma fram í Panamaskjölunum svokölluðu þar sem er að finna gögn um nokkur Tortólafélög sem Margeir Pétursson stýrði. Eignarhald á Falona Enterprises kemur hins vegar ekki fram í gögnunum, en ljóst er að félagið átti lykilþátt í því að forða bankanum frá kröfum sem á endanum voru á ábyrgð íslenska ríkisins.
Aflandsfélag keypti kröfur af lífeyrissjóðum
Deilan snýst um það hvort bankanum, Bank Lviv, hafi verið heimilt að nota kröfur í bú Sparisjóðabankans sem Tortólafélagið Falona keypti …
Athugasemdir