Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Börn fanga, afskipt og einmana

Börn fanga glíma við marg­vís­lega erf­ið­leika í upp­vext­in­um sem get­ur haft mik­il og langvar­andi áhrif á líf þeirra og geð­heilsu. Hvergi virð­ist vera gert ráð fyr­ir þess­um börn­um í kerf­inu og eng­in úr­ræði standa þeim til boða. Þvert á móti eru þau jað­ar­sett, stimpl­uð og glíma við skiln­ings­leysi. Í stað þess að veita ung­um dreng stuðn­ing­inn sem hann þurfti þeg­ar fað­ir hans fór í fang­elsi var hann sett­ur í hlut­verk vand­ræða­gemlings, þar til hann gekkst við því sjálf­ur og var send­ur í skóla fyr­ir vand­ræð­aunglinga.

Börn fanga, afskipt og einmana

Systursonur æskuvinkonu hennar var dæmdur í sextán ára fangelsi. Í kjölfarið horfði Svava Davíðsdóttir upp á fjölskylduna ganga í gegnum sorgarferli. „Áfallið var mikið en það var enginn sem greip þau. Þau sátu síðan eftir með afleiðingarnar. Mér fannst það svo óréttlátt.“

Svava segir að þetta hafi orðið kveikjan að því að rannsókn á veruleika barna fanga varð lokaverkefni hennar í meistaranámi í félagsráðgjöf. „Fólki fannst þetta svívirðilegur glæpur, en þetta er samt barnið þitt. Í dag er þessi kona fráskilin og flutt úr landi sem virðist vera týpísk afleiðing fyrir aðstandendur, það er að segja að lífið umturnast, og þetta vakti hjá mér þessa spurningu. Hvað með börn í þessum aðstæðum? Þau geta sér enga björg veitt og eru föst í aðstæðum þar sem þau eru dæmd fyrir það hverjir foreldrar þeirra eru.“

Börnin gleymast

Þegar Svava fór að skoða það kom í ljós að börn í þessum aðstæðum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár