Systursonur æskuvinkonu hennar var dæmdur í sextán ára fangelsi. Í kjölfarið horfði Svava Davíðsdóttir upp á fjölskylduna ganga í gegnum sorgarferli. „Áfallið var mikið en það var enginn sem greip þau. Þau sátu síðan eftir með afleiðingarnar. Mér fannst það svo óréttlátt.“
Svava segir að þetta hafi orðið kveikjan að því að rannsókn á veruleika barna fanga varð lokaverkefni hennar í meistaranámi í félagsráðgjöf. „Fólki fannst þetta svívirðilegur glæpur, en þetta er samt barnið þitt. Í dag er þessi kona fráskilin og flutt úr landi sem virðist vera týpísk afleiðing fyrir aðstandendur, það er að segja að lífið umturnast, og þetta vakti hjá mér þessa spurningu. Hvað með börn í þessum aðstæðum? Þau geta sér enga björg veitt og eru föst í aðstæðum þar sem þau eru dæmd fyrir það hverjir foreldrar þeirra eru.“
Börnin gleymast
Þegar Svava fór að skoða það kom í ljós að börn í þessum aðstæðum …
Athugasemdir