Hvernig er Brynjar Níelsson?
Húmoristi? Jájá. Gamaldags íhaldskallpúngur? Ójá, í mörgu. Samt var hann fyrir nokkrum árum næstum genginn í VG.
Mjög reglulega tekst Brynjari Níelssyni að ýfa fjaðrir og reisa kryppu þeirra sem eru ósammála honum um sitthvað í pólitík.
Okkur entist ekki tölublaðið til að rekja það allt saman og ætlum ekki að gera það, en einkum eru það jafnréttissinnar og fjölmargir aðrir á vinstri væng stjórnmálanna sem láta málflutning Brynjars fara í taugarnar á sér.
Og enda oft ekki að ástæðulausu. Sumar skoðanir Brynjars virka nefnilega eins og aldagamall endurómur af klassískri vörn feðraveldisins fyrir stöðu sína. Aðrar eru í bezta falli lítt ígrundaðar.
Á móti sakar Brynjar andmælendur sína um pólitískan rétttrúnað, skinhelgi og að þykjast hafa siðferðilega yfirburði umfram aðra. Og ýmislegt fleira.
Þessi átök hófust reyndar löngu áður en Brynjar hóf formleg afskipti af stjórnmálum og gerðist alþingismaður. Byrjum þar.
Athugasemdir