Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Trump vill skrúfa fyrir húshitun til fátækra

Tug­þús­und­ir eiga kald­an vet­ur fyr­ir hönd­um gangi áætlan­ir Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta eft­ir.

Trump vill skrúfa fyrir húshitun til fátækra

Donald Trump bandaríkjaforseti hefur lagt til að sérstakar bætur sem ætlaðar eru til húshitunar fyrir lágtekjufólk verði með öllu aflagður. Segir forsetinn að stuðningurinn sé langt í frá nauðsynlegur auk þess sem spilling og bótasvik grasseri þar sem farið er með opinbert fé. Fólk þurfi engar áhyggjur að hafa af því að það verði skilið eftir úti í kuldanum þar sem það sé óhugsandi að veitukerfin skrúfi fyrir hita til viðskiptavina sinna yfir miðjan veturinn. Niðurskurðurinn yrði liður í áætlun forsetans um að skera niður hverskyns aðstoð til fátækari Bandaríkjamanna.

Greinarhöfundur Independent bendir á að forsetinn gæti ekki haft meira rangt fyrir sér. Húshitunarbæturnar séu algjörlega lífsnauðsynlegar fólki sem tilheyrir lágtekjuhópum, svo sem ellilífeyrisþegum. Hann bendir jafnframt á að embættismenn sjái engin merki þess að spilling grasseri í tengslum við útdeilingu bótanna. Þá fari það eftir viðmiðunrarreglum í hverju ríki fyrir sig hvort veitufyrirtækin geti skrúfað fyrir hita hjá þeim sem borga ekki, auk þess sem slíkar viðmiðunarreglur eigi ekki við í þeim tilvikum þar sem er hitað upp með olíu, sem er til dæmis algengur orkugjafi í ríkjum Nýja Englands á norðausturhorni Bandaríkjanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Ríkisstjórnin fundar um Grænland: „Umbrotatímar í alþjóðapólitík“
ÚttektBandaríki Trumps

Rík­is­stjórn­in fund­ar um Græn­land: „Um­brota­tím­ar í al­þjóðapóli­tík“

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ir verstu mögu­legu nið­ur­stöð­una fyr­ir Ís­land i Græn­lands­mál­inu að klemm­ast á milli Evr­ópu og Banda­ríkj­anna. Þá yrð­um við ein á báti. Sam­starf Banda­ríkj­anna og Ís­lands sé gríð­ar­lega þýð­ing­ar­mik­ið fyr­ir Ís­lend­inga og því mik­il­vægt að vera ekki með dig­ur­barka­lega yf­ir­lýs­ing­ar um Banda­rík­in.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár