Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Trump vill skrúfa fyrir húshitun til fátækra

Tug­þús­und­ir eiga kald­an vet­ur fyr­ir hönd­um gangi áætlan­ir Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta eft­ir.

Trump vill skrúfa fyrir húshitun til fátækra

Donald Trump bandaríkjaforseti hefur lagt til að sérstakar bætur sem ætlaðar eru til húshitunar fyrir lágtekjufólk verði með öllu aflagður. Segir forsetinn að stuðningurinn sé langt í frá nauðsynlegur auk þess sem spilling og bótasvik grasseri þar sem farið er með opinbert fé. Fólk þurfi engar áhyggjur að hafa af því að það verði skilið eftir úti í kuldanum þar sem það sé óhugsandi að veitukerfin skrúfi fyrir hita til viðskiptavina sinna yfir miðjan veturinn. Niðurskurðurinn yrði liður í áætlun forsetans um að skera niður hverskyns aðstoð til fátækari Bandaríkjamanna.

Greinarhöfundur Independent bendir á að forsetinn gæti ekki haft meira rangt fyrir sér. Húshitunarbæturnar séu algjörlega lífsnauðsynlegar fólki sem tilheyrir lágtekjuhópum, svo sem ellilífeyrisþegum. Hann bendir jafnframt á að embættismenn sjái engin merki þess að spilling grasseri í tengslum við útdeilingu bótanna. Þá fari það eftir viðmiðunrarreglum í hverju ríki fyrir sig hvort veitufyrirtækin geti skrúfað fyrir hita hjá þeim sem borga ekki, auk þess sem slíkar viðmiðunarreglur eigi ekki við í þeim tilvikum þar sem er hitað upp með olíu, sem er til dæmis algengur orkugjafi í ríkjum Nýja Englands á norðausturhorni Bandaríkjanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár