Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Trump vill skrúfa fyrir húshitun til fátækra

Tug­þús­und­ir eiga kald­an vet­ur fyr­ir hönd­um gangi áætlan­ir Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta eft­ir.

Trump vill skrúfa fyrir húshitun til fátækra

Donald Trump bandaríkjaforseti hefur lagt til að sérstakar bætur sem ætlaðar eru til húshitunar fyrir lágtekjufólk verði með öllu aflagður. Segir forsetinn að stuðningurinn sé langt í frá nauðsynlegur auk þess sem spilling og bótasvik grasseri þar sem farið er með opinbert fé. Fólk þurfi engar áhyggjur að hafa af því að það verði skilið eftir úti í kuldanum þar sem það sé óhugsandi að veitukerfin skrúfi fyrir hita til viðskiptavina sinna yfir miðjan veturinn. Niðurskurðurinn yrði liður í áætlun forsetans um að skera niður hverskyns aðstoð til fátækari Bandaríkjamanna.

Greinarhöfundur Independent bendir á að forsetinn gæti ekki haft meira rangt fyrir sér. Húshitunarbæturnar séu algjörlega lífsnauðsynlegar fólki sem tilheyrir lágtekjuhópum, svo sem ellilífeyrisþegum. Hann bendir jafnframt á að embættismenn sjái engin merki þess að spilling grasseri í tengslum við útdeilingu bótanna. Þá fari það eftir viðmiðunrarreglum í hverju ríki fyrir sig hvort veitufyrirtækin geti skrúfað fyrir hita hjá þeim sem borga ekki, auk þess sem slíkar viðmiðunarreglur eigi ekki við í þeim tilvikum þar sem er hitað upp með olíu, sem er til dæmis algengur orkugjafi í ríkjum Nýja Englands á norðausturhorni Bandaríkjanna.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
4
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár