Ólafur Ragnar Grímsson kynnti í gær sýn örlagahyggju og raunhyggju fyrir alþjóðasamskipti Íslendinga, á sama tíma og hann boðaði bjartsýna trú á að Íslandi stafaði engin ógn af útþenslustefnu Bandaríkjanna.
Í viðtali í Silfrinu á RÚV í gærkvöldi sagði Ólafur Ragnar, sem var forseti Íslands frá árunum 1996 til 2016, lengst allra Íslendinga, og er að auki fyrrverandi ráðherra og prófessor í stjórnmálafræði, að Íslendingar ættu að láta lítið fyrir sér fara meðan Bandaríkin reyni að taka yfir Grænland og innlima það í sitt landsvæði.
Ólafur Ragnar veðjar þannig á að það sé „engin sérstök ógn eða vandamál fyrir Ísland.“
Bæði leggur hann til að Íslendingar veki ekki athygli Trump-stjórnarinnar og svo að íslenska utanríkisþjónustan rækti sambandið við bandarísk stjórnvöld, þingmenn, tæknifyrirtæki og hægri hugveitur.
Eiginkona Ólafs Rangars, forsetafrúin fyrrverandi Dorrit Moussaieff, sagði ummælum á Instagram undir frétt um áform Trumps um að yfir taka Grænland í gær, að í gær að Trump „hefði rétt fyrir sér“, „ hvort sem þér líkar betur eða verr“.
Síðar sagði hún í svari til fréttavefsins Mannlífs að ummæli hennar hefðu misritast eða misskilist og eyddi þeim.
„Bara valdið sem skiptir máli“
Í viðtalinu í Silfrinu í gær lýsti Ólafur Ragnar því að virkni alþjóðamála hefði breyst og varaði við því að mistök væru gerð, með því að vinna gegn þeim sem valdið hafa.
„Stephen Miller, sem er einn áhrifaríkasti ráðgjafi Trumps klæddi þetta í mjög kaldrifjaðan búning og sagði að nú er það bara valdið sem skiptir máli. Þannig hefur þetta auðvitað alltaf verið í sögunni. Og við ætlum okkur að ráða. Svo kemur fjármálaráðeherra Bandarríkjanna í gær og segir: Evrópa mun bara átta sig. Af því að hún þarf að átta sig. Og svo bætti hann Úkraínu inn á skákborðið. Það er að segja, þessi sveit. Hún horfir bara á heiminn allan sem skákborð Bandaríkjanna og Grænland er bara hluti af þessari þróun sem þeir ætla sér að ná tökum á,“ sagði Ólafur Ragnar og varaði við:
„Ég held að bæði Evrópa og aðrir muni gera mjög mikil mistök ef þeir átta sig ekki á því, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að það er algerlega búið að skipta um valdaforrit í Washington. Þannig að gamlar kenningar og aðferðir um að eiga við þetta mikla veldi, þær duga ekki lengur.“





















































Athugasemdir (1)