„Vopnahléið er þegar allt kemur til alls bara fyrirsögn í dagblaði,“ segir Nadine Abu Arafeh mannréttindalögfræðingur frá Palestínu. Hún starfar í Jerúsalem sem lögfræðingur Palestínumanna í haldi í Ísrael. Heimildin ræddi við Nadine um stöðu fangaðra Palestínumanna í kjölfar vopnahlés en samningur Ísrael og Hamas kvað á um að sleppa ætti 1.700 Palestínumönnum úr haldi og öllum gíslum Hamas.
„Vopnahlé mun ekki breyta ástandinu því þetta er ekki spurning um nokkur brot sem hægt er að laga. Þetta er spurning um hvernig kerfið er byggt upp hvort sem það er á Gaza, í fangelsum, á Vesturbakkanum eða öðrum svæðum sem nú kallast Ísrael,“ útskýrir Nadine sem segir kerfisbreytingar þarfar til þess að bæta stöðu Palestínumanna.
Nú í janúar sæta tæplega 9.300 Palestínumenn varðhaldi í ísraelskum fangelsum. Þeirra á meðal eru 3.385 í varðhaldi vegna „leynilegra sönnunargagna og án réttarhalda“ og 1.237 eru titlaðir sem „ólöglegir baráttumenn“ sem heitir á ensku …



















































Athugasemdir