„Eftir vopnahléið eru þúsund manns enn í varðhaldi á grundvelli laganna“

Um 9.300 Palestínu­menn eru í haldi Ísra­els í dag. Ríf­lega 1.200 þeirra eru þar á grund­velli laga um ólög­lega bar­áttu­menn og eru flest­ir frá Gaza. „Þeg­ar stríði lýk­ur á að sleppa þér,“ seg­ir Nadine Abu Ara­feh mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur um lög­in. Hún tel­ur stöðu fanga lít­ið hafa breyst eft­ir vopna­hlé.

„Eftir vopnahléið eru þúsund manns enn í varðhaldi á grundvelli laganna“
Nadine Abu Arafeh Segir að enn sé fjöldi Palestínumanna frá Gaza í haldi sem hefði átt að sleppa þegar vopnahlé náðist. Mynd: Aðsent

„Vopnahléið er þegar allt kemur til alls bara fyrirsögn í dagblaði,“ segir Nadine Abu Arafeh mannréttindalögfræðingur frá Palestínu. Hún starfar í Jerúsalem sem lögfræðingur Palestínumanna í haldi í Ísrael. Heimildin ræddi við Nadine um stöðu fangaðra Palestínumanna í kjölfar vopnahlés en samningur Ísrael og Hamas kvað á um að sleppa ætti 1.700 Palestínumönnum úr haldi og öllum gíslum Hamas.

„Vopnahlé mun ekki breyta ástandinu því þetta er ekki spurning um nokkur brot sem hægt er að laga. Þetta er spurning um hvernig kerfið er byggt upp hvort sem það er á Gaza, í fangelsum, á Vesturbakkanum eða öðrum svæðum sem nú kallast Ísrael,“ útskýrir Nadine sem segir kerfisbreytingar þarfar til þess að bæta stöðu Palestínumanna.

Nú í janúar sæta tæplega 9.300 Palestínumenn varðhaldi í ísraelskum fangelsum. Þeirra á meðal eru 3.385 í varðhaldi vegna „leynilegra sönnunargagna og án réttarhalda“ og 1.237 eru titlaðir sem „ólöglegir baráttumenn“ sem heitir á ensku …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

„Ef við getum opnað fyrir mannúðaraðstoð getum við breytt stefnu sögunnar”
ErlentÁrásir á Gaza

„Ef við get­um opn­að fyr­ir mann­úð­ar­að­stoð get­um við breytt stefnu sög­unn­ar”

Samu­el Rostøl hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur og dýra­vernd­un­ar­sinni er í áhöfn Global Sumud Flotilla á leið til Gaza. Hann seg­ir áhafn­ar­með­limi hafa ákveð­ið að bregð­ast við hörm­ung­un­um á Gaza fyrst að rík­is­stjórn­ir geri það ekki. „Það er und­ir okk­ur kom­ið – mér og þér – að stoppa þetta,“ út­skýr­ir hann.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár