Svarar Trump: „Veljum Danmörku“

Formað­ur land­stjórn­ar Græn­lands hef­ur af­drátt­ar­laust svar­að um­leit­un­um Banda­ríkja­for­seta um að yf­ir­taka og inn­lima land­ið inn í Banda­rík­in.

Svarar Trump: „Veljum Danmörku“
Reglulegar hótanir Jens-Frederik Nielsen, formaður landstjórnar Grænlands, og Donald Trump Bandaríkjaforseti, eru hér á samsettri mynd. Sá síðarnefndi hefur sagst þurfa að taka yfir Grænland gegn vilja Grænlendinga. Mynd: AFP / Samsett mynd

Forsætisráðherra Grænlands sagði í dagaað sjálfstjórnarsvæðið myndi frekar kjósa að vera áfram danskt en að verða hluti af Bandaríkjunum, í kjölfar hótana Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, um að yfirtaka heimskautaeyjuna.

„Við stöndum nú frammi fyrir heimspólitískri kreppu, og ef við þurfum að velja á milli Bandaríkjanna og Danmerkur hér og nú, þá veljum við Danmörku,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, forsætisráðherra Grænlands, á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn ásamt Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.

Hún viðurkenndi að málinu væri þar með ekki lokið. „Hins vegar bendir margt til þess að erfiðasti hlutinn sé fram undan,“ sagði Frederiksen.

Frederiksen sagði að það hefði ekki verið auðvelt að standa gegn því sem hún kallaði „algjörlega óásættanlegan þrýsting frá okkar nánasta bandamanni“.

Trump hefur haldið áfram og skerpt á hótunum sínum um að taka Grænland. „Ég myndi vilja gera samning, þú veist, á auðveldan hátt. En ef við gerum það ekki á auðveldan hátt, þá munum við gera það á erfiðan hátt,“ sagði Trump á fundi í Hvíta húsinu með stjórnendum olíufyrirtækja.

Hann sagði að hann ætlaði „að gera eitthvað varðandi Grænland, hvort sem þeim líkar betur eða verr.“

Frederiksen lagði áherslu á að „auðvitað viljum við efla samvinnu um öryggismál á norðurslóðum við Bandaríkin, NATO, Evrópu og norðurskautsríkin í NATO.“

Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, og Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands, eiga að funda með JD Vance varaforseta Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra í Hvíta húsinu á morgun.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu