Samtöl eiga sér enn stað á meðal fólks innan Vinstri grænna og Pírata um hvort farið verði í einhvers konar sameiginlegt framboð vinstri flokka í borgarstjórn í vor.
VG og Píratar eiga eftir að ákveða hvernig vali á framboðslista verður háttað en hjá bæði Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum munu flokksmenn kjósa um framboðslista að hluta 24. janúar. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er nokkur pressa innan flokkanna að skýra hvernig framboðum verður hagað fljótlega eftir áramót.
Skiptar skoðanir eru um hvort sameiginlegt framboð sé æskilegt en ólíkt Alþingiskosningum, þar sem 5% atkvæða þarf til að fá jöfnunarsæti, eiga minni flokkar meiri líkur á að fá borgarfulltrúa af þeim 23 sem kjörnir eru. Aðrir …












































Athugasemdir