Verðbólgan sunkar óvænt í nýrri mælingu

Vísi­tala neyslu­verðs lækk­aði um 0,48% í nóv­em­ber, langt um­fram spár.

Verðbólgan sunkar óvænt í nýrri mælingu
Verslað Jólaverslunin er hátindur einkaneyslu hvers árs, en eftir hana kemur gjarnan lækkun verðbólgu eða jafnvel lækkun á verðlagi. Mynd: Golli

Vísitala neysluverðs, sem sýnir verðbólgu, lækkaði um 0,48% í nóvember, sem telst jákvætt fyrir fasteignaeigendur með húsnæðislán. Þetta er mun jákvæðari verðlagsþróun en mældist í nóvember í fyrra, þegar vísitalan hækkaði um 0,09%, og langtum betri þróun en spáð var.

Lækkun vísitölunnar hefur bein áhrif á höfuðstól verðtryggðra lána í janúar og vegur upp að fullu hækkun höfuðstóls þeirra sem á sér stað í desember vegna 0,47% hækkunar vísitölunnar í síðasta mánuði. Óljóst er hversu mikið gengur til baka af lækkuninni þegar útsöluáhrif hverfa í desember.

Greining Íslandsbanka hafði spáð hækkun vísitölunnar um 0,1% og að verðbólga yrði áfam „pikkföst“ næstu mánuði. Landsbankinn hafði spáð því að verðbólga hækkaði um 0,13%.

Helsta ástæða lækkunarinnar nú er minni hækkun húsnæðis en áður og lækkun sumra liða. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 14,3% (áhrif á vísitöluna -0,31%), húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. lækkaði um 2,2% (-0,11%) og föt og skór lækkuðu um 2,7% (-0,10%). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,5% (0,10%).

Hagstofan vekur athygli á því að áhrifa afsláttardaga í nóvember gætir meira að þessu sinni þar sem ekki er einungis um að ræða 2-3 daga eins og áður heldur tilboð sem teygja sig yfir marga daga og jafnvel vikur í mánuðinum.

Með lækkun vísitölunnar í nóvember er verðbólgan fallin niður í 3,7% úr 4,3% í síðasta mánuði. Hún hefur ekki verið lægri síðan í desember 2021, en engu að síður er hún 1,2% yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands, sem lækkaði þó stýrivexti um 0,25% fyrr í mánuðinum, sem leiddi til sömu lækkunar á vöxtum sumra óverðtryggðra fasteignalána.

Gera má ráð fyrir hækkun vísitölu neysluverðs í desember, lækkun í janúar og ríflegri hækkun í febrúar þegar útsöluáhrif hverfa.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár