Verðbólgan sunkar óvænt í nýrri mælingu

Vísi­tala neyslu­verðs lækk­aði um 0,48% í nóv­em­ber, langt um­fram spár.

Verðbólgan sunkar óvænt í nýrri mælingu
Verslað Jólaverslunin er hátindur einkaneyslu hvers árs, en eftir hana kemur gjarnan lækkun verðbólgu eða jafnvel lækkun á verðlagi. Mynd: Golli

Vísitala neysluverðs, sem sýnir verðbólgu, lækkaði um 0,48% í nóvember, sem telst jákvætt fyrir fasteignaeigendur með húsnæðislán. Þetta er mun jákvæðari verðlagsþróun en mældist í nóvember í fyrra, þegar vísitalan hækkaði um 0,09%, og langtum betri þróun en spáð var.

Lækkun vísitölunnar hefur bein áhrif á höfuðstól verðtryggðra lána í janúar og vegur upp að fullu hækkun höfuðstóls þeirra sem á sér stað í desember vegna 0,47% hækkunar vísitölunnar í síðasta mánuði. Óljóst er hversu mikið gengur til baka af lækkuninni þegar útsöluáhrif hverfa í desember.

Greining Íslandsbanka hafði spáð hækkun vísitölunnar um 0,1% og að verðbólga yrði áfam „pikkföst“ næstu mánuði. Landsbankinn hafði spáð því að verðbólga hækkaði um 0,13%.

Helsta ástæða lækkunarinnar nú er minni hækkun húsnæðis en áður og lækkun sumra liða. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 14,3% (áhrif á vísitöluna -0,31%), húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. lækkaði um 2,2% (-0,11%) og föt og skór lækkuðu um 2,7% (-0,10%). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,5% (0,10%).

Hagstofan vekur athygli á því að áhrifa afsláttardaga í nóvember gætir meira að þessu sinni þar sem ekki er einungis um að ræða 2-3 daga eins og áður heldur tilboð sem teygja sig yfir marga daga og jafnvel vikur í mánuðinum.

Með lækkun vísitölunnar í nóvember er verðbólgan fallin niður í 3,7% úr 4,3% í síðasta mánuði. Hún hefur ekki verið lægri síðan í desember 2021, en engu að síður er hún 1,2% yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands, sem lækkaði þó stýrivexti um 0,25% fyrr í mánuðinum, sem leiddi til sömu lækkunar á vöxtum sumra óverðtryggðra fasteignalána.

Gera má ráð fyrir hækkun vísitölu neysluverðs í desember, lækkun í janúar og ríflegri hækkun í febrúar þegar útsöluáhrif hverfa.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
3
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
5
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár