Verðbólgan sunkar óvænt í nýrri mælingu

Vísi­tala neyslu­verðs lækk­aði um 0,48% í nóv­em­ber, langt um­fram spár.

Verðbólgan sunkar óvænt í nýrri mælingu
Verslað Jólaverslunin er hátindur einkaneyslu hvers árs, en eftir hana kemur gjarnan lækkun verðbólgu eða jafnvel lækkun á verðlagi. Mynd: Golli

Vísitala neysluverðs, sem sýnir verðbólgu, lækkaði um 0,48% í nóvember, sem telst jákvætt fyrir fasteignaeigendur með húsnæðislán. Þetta er mun jákvæðari verðlagsþróun en mældist í nóvember í fyrra, þegar vísitalan hækkaði um 0,09%, og langtum betri þróun en spáð var.

Lækkun vísitölunnar hefur bein áhrif á höfuðstól verðtryggðra lána í janúar og vegur upp að fullu hækkun höfuðstóls þeirra sem á sér stað í desember vegna 0,47% hækkunar vísitölunnar í síðasta mánuði. Óljóst er hversu mikið gengur til baka af lækkuninni þegar útsöluáhrif hverfa í desember.

Greining Íslandsbanka hafði spáð hækkun vísitölunnar um 0,1% og að verðbólga yrði áfam „pikkföst“ næstu mánuði. Landsbankinn hafði spáð því að verðbólga hækkaði um 0,13%.

Helsta ástæða lækkunarinnar nú er minni hækkun húsnæðis en áður og lækkun sumra liða. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 14,3% (áhrif á vísitöluna -0,31%), húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. lækkaði um 2,2% (-0,11%) og föt og skór lækkuðu um 2,7% (-0,10%). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 0,5% (0,10%).

Hagstofan vekur athygli á því að áhrifa afsláttardaga í nóvember gætir meira að þessu sinni þar sem ekki er einungis um að ræða 2-3 daga eins og áður heldur tilboð sem teygja sig yfir marga daga og jafnvel vikur í mánuðinum.

Með lækkun vísitölunnar í nóvember er verðbólgan fallin niður í 3,7% úr 4,3% í síðasta mánuði. Hún hefur ekki verið lægri síðan í desember 2021, en engu að síður er hún 1,2% yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands, sem lækkaði þó stýrivexti um 0,25% fyrr í mánuðinum, sem leiddi til sömu lækkunar á vöxtum sumra óverðtryggðra fasteignalána.

Gera má ráð fyrir hækkun vísitölu neysluverðs í desember, lækkun í janúar og ríflegri hækkun í febrúar þegar útsöluáhrif hverfa.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
3
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár