Rússar kvarta undan aðkomu Evrópu

Fyrstu við­brögð rúss­neskra stjórn­valda við upp­færðu friðarplani Banda­ríkj­anna eru að fagna „sum­um þátt­um“ þess, en kvarta und­an „af­skipt­um“ Evr­ópu.

Rússar kvarta undan aðkomu Evrópu
Loftárás Fólk í héraðinu Saporitsía horfir á brennandi byggingar eftir loftárás Rússa í gær. Mynd: AFP

Rússar hafa séð nýjustu útgáfuna af áætlun Bandaríkjanna um að binda enda á stríðið í Úkraínu og líta jákvæðum augum á suma þætti hennar, en önnur atriði krefjast umræðu, að sögn talsmanns Kremlar í dag.

Í samtali við fréttamann rússneska ríkissjónvarpsins sagði Yuri Ushakov, aðstoðarmaður stjórnvalda í Kreml, að nýju drögin krefðust „sannarlega alvarlegrar greiningar“ og að Rússar hefðu ekki enn rætt þau við neinn.

„Hægt er að líta á suma þætti með jákvæðum augum, en margir krefjast sérstakra umræðna meðal sérfræðinga,“ sagði Ushakov við fréttamann ríkissjónvarpsins.

Nýjasta áætlun stjórnvalda í Washington, að afloknu samráði við Úkraínumenn, hefur ekki enn verið birt.

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að um væri að ræða „fínstillta“ útgáfu af fyrri 28 punkta áætlun sem hefði falið í sér að Úkraína drægi sig til baka frá Donetsk-héraði og minnkaði her sinn, atriði sem úkraísnk stjórnvöld höfðu gagnrýnt.

Úkraína sagði síðar að „skilningur“ hefði náðst við Bandaríkin og að báðir aðilar hefðu bakkað með sum þeirra atriða sem þeir voru ósammála um eftir viðræður í Genf.

Bandarískir embættismenn munu nú funda með báðum aðilum í von um að ganga frá samkomulaginu, sagði Trump í gær.

Kreml staðfesti fyrr á miðvikudag að Steve Witkoff, sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjanna, myndi heimsækja Moskvu í næstu viku til að funda með Vladimir Pútín, forseta Rússlands.

Ushakov gagnrýndi Evrópu sérstaklega fyrir að taka þátt í viðræðum um að binda enda á stríðið og sakaði þá um „afskiptasemi“ í friðarferlinu.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
5
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár