Xi ræddi við Trump um að taka Taívan

Leið­tog­ar Kína og Banda­ríkj­anna töl­uðu sam­an í síma á sama tíma og Úkraína fær úr­slita­kosti um að sam­þykkja kröf­ur Rúss­lands.

Xi ræddi við Trump um að taka Taívan
Xi og Trump Þíða hefur verið í samskiptum forseta Kína og Bandaríkjanna. Mynd: AFP / Samsett mynd

Xi Jinping, leiðtogi Kína, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddu tvíhliða samstarf og málefni Taívans í símtali í dag, að því er ríkisfréttastofa Kína, Xinhua, greinir frá.

Xi sagði við Trump að löndin tvö ættu að „viðhalda skriðþunga í samskiptum sínum“, að sögn Xinhua, eftir fund í Suður-Kóreu í síðasta mánuði þar sem leiðtogarnir tveir reyndu að draga úr hörðu viðskiptastríði.

Xinhua sagði að Xi hefði einnig „áréttað að sameining Taívans við Kína á ný væri mikilvægur hluti af alþjóðaskipan eftirstríðsáranna“.

Kína gerir tilkall til lýðræðisríkisins Taívans og segir eyjuna hluta af yfirráðasvæði sínu. Kínversk stjórnvöld hafa hótað að beita valdi til að ná þar yfirráðum.

Trump og Xi hittust í október í fyrsta sinn síðan 2019 og áttu í viðræðum sem fylgst var náið með, þar sem tvö stærstu hagkerfi heims hafa verið í viðskiptastríði.

Deilur stjórnvalda í Washington og Peking, sem ná yfir allt frá sjaldgæfum jarðmálmum til sojabauna og hafnargjalda, hafa skekið markaði og truflað aðfangakeðjur mánuðum saman.

Xi sagði við Trump í dag að „árangursríkur“ fundur í Suður-Kóreu „hefði hjálpað til við að stilla stefnuna og gefa skriðþunga í stöðuga framrás risaskips samskipta Kína og Bandaríkjanna“, eins og Xinhua orðar það.

Frá fundinum hafa samskipti Kína og Bandaríkjanna „verið stöðug og haldið áfram að batna, sem hefur verið fagnað víða af báðum löndum og alþjóðasamfélaginu“, bætti Xi við.

Innrás Rússlands í Úkraínu hefur talin vera lærdómsrík fyrir kínversk stjórnvöld sem íhuga að sama skapi innrás í Taívan. Rússum hefur gengið verr en talið var fyrirfram að knýja Úkraínu til uppgjafar, en á móti hafa viðskiptaþvinganir ekki náð að beygja Rússland frá áframhaldandi stríði sem nú nálgast fjögur ár. Þá liggur nú fyrir að bandarísk stjórnvöld eru því sem næst hætt að styðja Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi og hefur Trump gefið úkraínskum stjórnvöldum frest fram á fimmtudag til að verða við friðartillögum Bandaríkjanna, sem hafa verið kallaðar „óskalisti Pútíns“ vegna þess hversu hliðhollar þær eru Rússum.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Það verður að mjög undarlegt að bandarískur forseti gangi erindum einræðisherra. Kannski hann hafi meiri skilning á sjónarmiðum þeirra en reikna megi við.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár