Enskumælandi ráðið gagnrýnir niðurskurð í íslenskukennslu

Ensku­mæl­andi ráð Mýr­dals­hrepps set­ur sig upp á móti því að skor­ið verði nið­ur í ís­lensku­kennslu fyr­ir inn­flytj­end­ur í fjár­lög­um næsta árs. Tveir þriðju íbúa sveit­ar­fé­lags­ins eru af er­lend­um upp­runa og lýsti einn íbúi í Vík því í sum­ar að fólk tal­aði alla jafna sam­an á ensku í bæn­um.

Enskumælandi ráðið gagnrýnir niðurskurð í íslenskukennslu

nskumælandi ráð Mýrdalshrepps mótmælir harðlega áformuðum niðurskurði ríkisstjórnarinnar til íslenskukennslu fyrir nýbúa í fjárlögum næsta árs. 

„Fréttir af niðurskurði til íslenskukennslu í fjárlagafrumvarpi 2026 slá okkur harkalega hér í Vík í Mýrdal þar sem yfir 67% íbúa hefur annað móðurmál en íslensku. Góð, skilvirk, og fjölbreytt íslenskukennsla fyrir öll er mikilvægur hluti af því að inngilding takist vel til,“ skrifar ráðið í nýlegri umsögn til fjárlaganefndar Alþingis

Bendir ráðið á að mikill ávinningur sé fólginn í því fyrir aðflutta að læra íslensku sem og samfélagið í heild. „Að hafa tök á tungumáli þess lands sem þú velur að búa í opnar dyr í allar áttir.“

Lækkar úr 564 milljónum í 361

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir 361 milljón í íslenskukennslu fyrir útlendinga á næsta ári, sem er talsverð lækkun frá því í ár þegar framlagið nam 564 milljónum. Var fjárheimild málaflokksins lækkuð um 250 milljónir króna vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. 

„Hvernig má það vera að þetta sé staðan þegar skýrsla OECD varpar skýru ljósi á þá staðreynd að á Íslandi er minnstu varið í tungumálakennslu miðað við önnur lönd þrátt fyrir að fólksfjölgun á Íslandi sé sú mesta í samanburði við hin OECD-löndin?“ skrifar ráðið. 

Vísa þau þar í skýrslu sem birtist fyrir rúmu ári þar sem kemur fram að fjárveitingar á Íslandi séu aðeins brot af þeim sem tíðkist á öðrum Norðurlöndum til að kenna fólki þjóðtunguna. 

„Ólíkt öðrum OECD-ríkjum þar sem stór hópur er aðfluttur, hefur Ísland ekki enn mótað skýra stefnu í tungumálakennslu fyrir fullorðna innflytjendur. Þar af leiðandi er Ísland eftirbátur annarra ríkja þegar það kemur að þáttum tengdum tungumálakennslu svo sem fjárveitingum, aðgengi að námskeiðum, kennslu kennara og samræmingu,“ segir í skýrslunni.

Í umsögninni spyr enskumælandi ráðið hvenær það eigi að móta stefnu sem bæði inngildi fólk inn í samfélagið og verndi íslenskuna. „Það kostar peninga að halda úti öflugri kennslu og það þarf ef eitthvað er að auka í heldur en að draga úr fjárveitingum“.

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslensku, hefur einnig gagnrýnt lækkunina í fjárlagafrumvarpinu. „Þetta er auðvitað algerlega forkastanlegt. Í stað þess að gefa í og efla íslenskukennslu er fé til hennar skert stórlega.“ 

„Maður veit bara að það talar enginn íslensku“

Í sumar ræddi Heimildin við íbúa í Vík í Mýrdal sem lýsti því að eftir að hafa flust til Víkur hefði henni litið dálítið eins og hún væri stödd í útlöndum. En Guðrún Berndsen sagði að í Vík ávarpaði fólk hvert annað á ensku frekar en íslensku. „Þú talar bara ensku alls staðar. Það er dálítið skrítið. Nú er ég vön þessu en í rauninni er þetta fáránlegt. Maður ávarpar ekki einu sinni fólk á íslensku. Maður veit bara að það talar enginn íslensku.“

Þetta væri að sumu leyti furðulegt því fæstir hefðu íbúarnir ensku að móðurmáli. „Við erum öll að tala ensku og við erum Íslendingar og Pólverjar. Við tölum ekkert endilega góða ensku. Við getum verið að misskilja hvert annað.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár