Snjóþunginn á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga hefur sennilega farið fram hjá fæstum, en hann hefur haft slæma færð og víðtækar umferðartafir í för með sér.
Snjódýptarmet fyrir októbermánuð var slegið tvo daga í röð á veðurmælingareit Veðurstofunnar í vikunni. Á þriðjudag mældist snjódýptin 27 sentímetrar en á miðvikudaginn 40 sentímetrar. Það er mesta snjódýpt sem mælst hefur í höfuðborginni í október frá upphafi mælinga en fyrra met var 15 sentímetrar, frá því 22. október 1921 – meira en helmingi minna en nýja metið.
Þyngri snjóhengjur þegar rignir
Á næstunni mun hlýna og er búist við asahláku þegar rigning og hlýindi ganga yfir landið í dag og um helgina. Þá gera veðurfræðingar ráð fyrir talsverðri hálku vegna þessa.
Snjóþunginn hefur valdið því að stórar snjóhengjur og grýlukerti hafa safnast á þökum húsa á höfuðborgarsvæðinu. Með hækkandi hitastigi geta hengjurnar farið að detta í auknum mæli með tilfallandi slysahættu.
Hulda Rós Helgadóttir, …
 
            
        
    



















































Athugasemdir