Flóðreka, ný sýning Íslenska dansflokksins, verður frumsýnd 8. nóvember og mega áhorfendur búast við óhefðbundinni upplifun sem snertir á fleiri skilningarvitum en leikhúsgestir eiga að venjast.
Aðalheiður Halldórsdóttir, höfundur sýningarinnar, þróaði hana upp úr verki sem tónlistarmaðurinn Jónsi, gjarnan kenndur við Sigur Rós, setti upp í fyrra. „Sýningin hans Jónsa, Flóð, sem var sett upp í Hafnarhúsinu og víðar, samanstendur af ljósi sem er forritað eftir hljóðmynd og ilmi,“ segir Aðalheiður. „Ég vann með dönsurum í viku og við gerðum einhvers konar innsetningu inni í verkinu hans sem var dálítið spennandi. Af því að það virkaði vel var ákveðið að vinna heila sýningu og núna er hún komin inn í leikhúsið.“
Blaðamanni finnst á þessum tímapunkti eins og honum hafi misheyrst. Ilmi? Eru þá öll skilningarvitin örvuð á þessari sýningu?
„Já, ætli það ekki? Nema snerting kannski, við ætlum ekki að snerta áhorfendurna,“ segir Aðalheiður og hlær.













































Athugasemdir