Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur síðustu misseri rifið niður eftirlit og mannréttindavernd innan Heimavarnarráðuneytisins (DHS) og eflt Innflytjenda- og tollaeftirlitið (ICE) með auknu fjármagni og víðtækum heimildum. Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn óhagnaðardrifna bandarísku fréttastofunnar ProPublica.
Samkvæmt heimildum og gögnum sem ProPublica byggir á er hvatt til nafnleysis og grímunotkunar innan ICE. Lögfræðilegar tilraunir til að stöðva handtökur og aðferðir ICE hafi að mestu mistekist.
Í umfjöllun ProPublica segja íbúar í Santa Ana í Kaliforníu frá því hvernig grímuklæddir menn í ómerktum bílum hefðu ráðist á fólk og ekið burt. „Honum er að blæða,“ sagði einn hringjandi í neyðarlínu. Annar spurði: „Hvaða lögregla keyrir um án númeraplatna?“ og þriðji spurði: „Eigum við bara að hlaupa í burtu?“
Borgarstjórinn Valerie Amezcua segir borgaryfirvöld hafa litla möguleika til að setja hömlur á alríkisfulltrúa, þar sem sú skrifstofa innan Heimavarnarráðuneytisins sem tók við kvörtunum hafi verið lögð niður. Það sem eftir …
Athugasemdir (1)