„Hún er að reynast vel. Við verðum ekki vör við annað en að það sé ánægja með þetta. Þetta á að hafa aukið möguleika fólks tileþess að nota Strætó, það er ekki spurning.“
Þetta segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, inntur eftir því hvernig þjónustuaukningin sem ráðist var í hjá fyrirtækinu um miðjan ágúst sé að reynast nú þegar líða fer á haustið.
Breytingin fólst í því að vagnar keyri oftar á annatíma og með þeim fór hlutfall íbúa sem bjuggu innan 400 metra frá stoppistöð, sem hefur tíu mínútna tíðni á annatíma, úr um 18 prósentum og upp í um 50 prósent. Aðgerðirnar eru hluti af Samgöngusáttmálanum.
Óljóst hvort aukning sé breytingum að þakka
Markmiðið með breytingunni var að auka notkun almenningssamgangna. Spurður hvort það sé að takast segir Jóhannes að það komi ekki í ljós alveg strax. „Oft er hæg upptaka á þjónustuaukningu – fólk þarf að treysta þessu …
Athugasemdir