Tónlistarmaðurinn, athafnamaðurinn og fyrrverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Eyþór Arnalds, hagnaðist um 82 milljónir króna í gegnum einkahlutafélag sitt Ramses, í fyrra. Hagnaðurinn sprettur eingöngu af hlutdeild í afkomu dótturfélaga.
Ramses ehf. skuldar tengdum aðila 148 milljónir króna og sömuleiðis á félagið kröfu á tengdan aðila upp á 121 milljón. Félagið skuldar í heild 242 milljónir króna en eigið fé er 398 milljónir.
Eignir í mörgum félögum
Lykileign félags Eyþórs er Alur Álvinnsla ehf. í Hafnarfirði sem hagnaðist um 122 milljónir króna 2023 en hefur ekki skilað ársreikningi síðasta árs.
Félag Eyþórs á sömuleiðis fjórðung í Stakk Energy ehf, nýstofnuðu félagi, á móti viðskiptafélaga sínum og fyrrverandi tengdaföður, Herði Jónssyni, og tveimur ungmennum, Sölva Guðmundssyni og Leifi Steini Gunnarssyni, í gegnum félagið Storm Datacenters.
Þá er félagið með 13,5% eignarhlut í Strokki Sílíkon ehf, sem kom meðal annars að kísilmálmverksmiðju Thorsil sem gengið hefur treglega að koma …
Athugasemdir