Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Starfsemi bandaríska ríkisins stöðvuð – nær til sendiráðsins á Íslandi

Rík­is­rekst­ur Banda­ríkj­anna hef­ur ver­ið stöðv­að­ur vegna patt­stöðu um fjár­veit­ing­ar milli Demó­krata og Re­públi­kana. Banda­ríska sendi­ráð­ið á Ís­landi seg­ist munu halda áfram að sinna vega­bréfs­árit­un­um eft­ir því sem að­stæð­ur leyfa.

Starfsemi bandaríska ríkisins stöðvuð – nær til sendiráðsins á Íslandi

„Vegna stöðvunar á fjárveitingum verður þessi Facebook-aðgangur ekki uppfærður reglulega fyrr en starfsemi hefst að fullu á ný, að undanskildum áríðandi upplýsingum um öryggi og almannavarnir.“

Þetta segir á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi. Þó er þar tekið fram að starfsemi vegna vegabréfa og vegabréfsáritana muni halda áfram í sendiráðinu eftir því sem aðstæður leyfa. 

Starfsemi banadaríska ríkisins var stöðvuð rétt eftir miðnætti í Washington, í fyrsta sinn frá árinu 2018, eftir að Repúblikönum og Demókrötum tókst ekki að komast að samkomulagi um fjárveitingar við upphaf nýs fjárhagsárs. 

Stöðvunin hefur víðtæk áhrif í Bandaríkjunum en um 40 prósent opinberra starfsmanna, um 800 þúsund manns, verða sendir í launalaust leyfi. 

Áður en ljóst var að stöðvunin tæki gildi sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að ef hún ætti sér stað gæti hann gert „óafturkræfa hluti“ á meðan henni stæði. 

„Við getum gert ýmislegt á meðan stöðvuninni stendur sem er óafturkræft. Sem eru …

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Sérkennileg staða í boði eins umdeildasta forseta BNA. Hann vill efla hermennsku sem mest og hefur i hyggju að beita honum innanlands gegn andstæðingum sínum.
    Er þetta ekki augljóslega skref til hernaðareinræðis?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár