„Vegna stöðvunar á fjárveitingum verður þessi Facebook-aðgangur ekki uppfærður reglulega fyrr en starfsemi hefst að fullu á ný, að undanskildum áríðandi upplýsingum um öryggi og almannavarnir.“
Þetta segir á Facebook-síðu bandaríska sendiráðsins á Íslandi. Þó er þar tekið fram að starfsemi vegna vegabréfa og vegabréfsáritana muni halda áfram í sendiráðinu eftir því sem aðstæður leyfa.
Starfsemi banadaríska ríkisins var stöðvuð rétt eftir miðnætti í Washington, í fyrsta sinn frá árinu 2018, eftir að Repúblikönum og Demókrötum tókst ekki að komast að samkomulagi um fjárveitingar við upphaf nýs fjárhagsárs.
Stöðvunin hefur víðtæk áhrif í Bandaríkjunum en um 40 prósent opinberra starfsmanna, um 800 þúsund manns, verða sendir í launalaust leyfi.
Áður en ljóst var að stöðvunin tæki gildi sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti að ef hún ætti sér stað gæti hann gert „óafturkræfa hluti“ á meðan henni stæði.
„Við getum gert ýmislegt á meðan stöðvuninni stendur sem er óafturkræft. Sem eru …
Er þetta ekki augljóslega skref til hernaðareinræðis?