„Móðgun við Bandaríkin“ fái hann ekki Nóbelsverðlaunin

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ist hafa end­að sjö stríð.

„Móðgun við Bandaríkin“ fái hann ekki Nóbelsverðlaunin
Donald Trump Hélt ræðu fyrir yfirmönnum hersins í dag, þar sem hann sagði meðal annars að þeim væri velkomið að yfirgefa salinn, en þeir yrðu þá reknir. Mynd: AFP

Donald Trump forseti sagði í dag að það yrði „móðgun“ við Bandaríkin ef hann fær ekki friðarverðlaun Nóbels fyrir sjálfskipað hlutverk sitt í að leysa úr fjölda stríða.

Trump, sem hefur lengi sóst eftir verðlaununum sem verða afhent 10. október, ýtti aftur við málinu degi eftir að hann kynnti friðaráætlun til að binda enda á stríðið á Gaza.

„Færðu Nóbelsverðlaunin? Alls ekki. Þeir gefa þau einhverjum gaur sem gerði ekki neitt,“ sagði Trump í ræðu fyrir hundruðum háttsettra bandarískra herforingja.

„Það væri mikil móðgun við landið okkar, það get ég sagt ykkur. Ég vil þau ekki, ég vil að landið fái þau,“ bætti hann við.

„Það ætti að fá þau, því það hefur aldrei verið neitt þessu líkt.“

Repúblikaninn Trump hefur lengi verið pirraður yfir því að demókratinn Barack Obama hafi verið sæmdur Friðarverðlaunum Nóbels árið 2009. Trump hefur lengi haft horn í síðu Obamas og telja margir að stjórnmálaferill hans hafi hafist þegar hann hóf að ýta undir samsæriskenningu um að Obama væri ekki réttilega bandarískur ríkisborgari.

Í ræðu sinni í dag endurtók Trump nýlega fullyrðingu sína um að hann hafi leyst sjö stríð síðan hann tók aftur við embætti í janúar.

Trump sagði að ef Gaza-áætlunin sem hann kynnti ásamt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í Hvíta húsinu í gær gengi upp, „þá verða þau átta, átta á átta mánuðum. Það er ansi gott.“

Hamas hefur enn ekki brugðist við áætluninni.

En líkurnar á því að Trump vinni friðarverðlaun Nóbels í ár eru taldar nálægt því engar í Ósló, þar sem verðlaunin eru veitt.

„Það er algjörlega óhugsandi“
Oeivind Stenersen sagnfræðingur
um líkurna á að Donald Trump fái friðarverðlaun Nóbels í ár

„Það er algjörlega óhugsandi,“ sagði Oeivind Stenersen, sagnfræðingur sem hefur rannsakað og skrifað bók um friðarverðlaun Nóbels, í samtali við AFP.

Norska Nóbelsnefndin hefur einnig fullyrt að hún láti ekki herferð Trumps fyrir verðlaununum hafa áhrif á sig.

„Auðvitað tökum við eftir því að mikil fjölmiðlaathygli beinist að ákveðnum kandídötum,“ sagði ritari nefndarinnar, Kristian Berg Harpviken, nýlega við AFP. „En það hefur í raun engin áhrif á umræður sem eiga sér stað í nefndinni.“

Stjórn Trumps taldi nýlega upp sjö stríð sem hún sagði hann hafa bundið enda á, milli Kambódíu og Taílands, Kósovó og Serbíu, Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó og Rúanda, Pakistans og Indlands, Ísraels og Írans, Egyptalands og Eþíópíu, og Armeníu og Aserbaídsjan.

En þótt Trump hafi verið fljótur að eigna sér heiðurinn af sumum, til dæmis með því að tilkynna vopnahlé milli kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans í maí, eru margar fullyrðingarnar alfarið eða að hluta til rangar, eins og farið er yfir í staðreyndakönnun CNN um efnið.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Bandaríki Trumps

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár