Bann við eilífðarefnum vofir yfir Evrópu

Um­hverf­is­stjóri ESB kynn­ir nið­ur­stöð­ur um ei­lífð­ar­efni í henn­ar eig­in blóði.

Bann við eilífðarefnum vofir yfir Evrópu
Eilífðarefni í eldamennsku Algeng leið fyrir eilífðarefni inn í líkamann er notkun á teflon-húðuðum pönnum sem kvarnast úr. Þá er best að nota ekki málmáhöld. Mynd: Shutterstock

Umhverfismálastjóri Evrópusambandsins sagði í dag að hún hefði greinst með „eitruð“ eilífðarefni í líkama sínum eftir að hafa farið í skimun til að vekja athygli á heilsufarsáhættunni sem fylgir manngerðum mengunarvöldum.

„Borgarar verða í auknum mæli fyrir PFAS-efnum í blóði sínu. Ég er engin undantekning,“ sagði umhverfismálastjórinn Jessika Roswall við fréttamenn og birti niðurstöður úr skimun sinni fyrir per- og pólýflúoralkýl efnum.

„Það sýnir að ég er ekki laus við PFAS og að sum PFAS-efnanna í blóði mínu eru eitruð fyrir frjósemisheilsu,“ sagði hún við fréttamenn í framhaldi af blaðamannafundi um aðgerðir Evrópu til að vernda náttúruna og berjast gegn loftslagsbreytingum.

„Þetta styrkti ásetning minn um að halda áfram með vinnu okkar,“ sagði Roswall.

Teymi umhverfismálastjórans sagði að hún hefði greinst með sex af þeim 13 PFAS-efnum sem skimað var fyrir, þar á meðal þrjú sem eru talin eitruð fyrir frjósemi, og í nokkrum tilfellum í hærri styrk en ráðlagt er.

Roswall fór í skimun í júlí ásamt ráðherrum víðs vegar að úr Evrópusambandinu til að vekja athygli á mengun af völdum PFAS, sem er hópur tilbúinna efna sem hrinda frá sér hita, vatni og olíu og eru notuð í viðloðunarfríar pönnur, blettaþolin teppi og margar aðrar vörur. Þar á meðal má nefna pítsukassa, sælgætisumbúðir, umbúðir utan um örbylgjupopp, naglalakk, dýnuhlífar, farsímaskjái, skyndibitapakkningar, regnjakkar og fjölmargt annað sem hannað er til að hrinda frá sér fitu eða vatni.

PFAS-efni eru oft kölluð „eilífðarefni“ þar sem þau eru afar lengi að brotna niður og eru í auknum mæli takmörkuð um allan heim vegna skaðlegra áhrifa á heilsu.

Langvarandi útsetning, jafnvel fyrir litlu magni, hefur verið tengd við lifrarskemmdir, hátt kólesteról, skert ónæmisviðbrögð, lága fæðingarþyngd og nokkrar tegundir krabbameins.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins áformar að leggja til á næsta ári að banna PFAS í daglegum neysluvörum – allt frá pítsukössum til fatnaðar – með undantekningum fyrir ákveðin svið, þar á meðal lækningatæki.

Framkvæmdastjórnin vinnur einnig að langþráðri uppfærslu á reglum ESB um framleiðslu og notkun hættulegra efna – en ferlið hefur tafist.

Fyrsta endurskoðun á textanum, sem kallast „REACH“, fékk neikvæða umsögn frá innri matsnefnd – sem bað framkvæmdastjórnina um að styrkja tillögu sína, að sögn Roswall.

Umhverfissamtök hafa varað við frekari töfum á uppfærslu laganna, sem hefur verið í vinnslu síðan 2022.

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    The root cause is over population! 8 billion people is too much for the planet! Humanity must shrink by 50-60% in order to survive mid- and long-term!
    -1
    • Yes, but that is only half the truth. The root cause rather too much use of earth's resources. The fact is that the wealthiest 10% of people are responsible for more than half of global carbon emissions, while the poorest 50% contribute only about 10%. This shows that overconsumption by the rich, not population size, is the main driver of pollution!
      0
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Lífhvolfið allt er meira og minna mengað af fjölda eitur- og aðskotaefna. Sú staðreynd er ein af þeim mörgu krísum sem steðja að heiminum. "Polycrisis" (fjölkrísa) er safnheitið sem þessum krísum hefur verið gefið. Útlitið er ekki gott, svo mjög vægt sé til orða tekið, fyrir lífríkið eins og þar er í dag.

    Lífinu sjálfu er vitaskuld engin hætta búin. Það heldur áfram sama hvað maðurinn gerir, en lífríkinu er gríðarleg hætta búin í þeim heimi sem mannkynið hefur búið því með vitfyrringslegu háttalagi sínu. Lífhvolfið er, að mínu mati, á hverfanda hveli í núverandi mynd. Við erum sökudólgarnir.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Draumur sem aldrei varð: „Gat tilveran orðið svartari?“
5
Viðtal

Draum­ur sem aldrei varð: „Gat til­ver­an orð­ið svart­ari?“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár